Fréttir: 2017
Breyting á umsóknarferli lána
Vextir óverðtryggra lána lækka um áramót
Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að frá og með næstu áramótum lækki vextir óverðtryggðra íbúðalána til sjóðfélaga úr 5,95% í 5,70%. Vextir þeirra sem þegar eru með óverðtryggð lán hjá sjóðnum lækka samsvarandi. Vextir eru ákvarðaðir til sex mánaða í senn og miðast breytingar við 1. janúar og 1.júlí. Vextir verðtryggðra lána Lífsverks eru 3,50% og verða óbreyttir áfram.
Lífsverk fær aðild að PRI
Lífsverk hefur gerst aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (Principles for Responsible Investment – UN PRI). Með aðild sinni skuldbindur Lífsverk sig til að leggja áherslu á samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið við ákvarðanir um fjárfestingar, auk góðra stjórnarhátta þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í. Aðild Lífsverks er liður í aukinni áherslu sjóðsins á þessi málefni, sem skipa sífellt mikilvægari sess í augum fjárfesta.
Ráðuneytið synjar meðferð bótagreiðslunnar
Á aukaaðalfundi Lífsverks 22. júní sl. var samþykkt réttindaaukning til sjóðfélaga um 1,42% miðað við réttindi 1. september 2009 og samsvarandi eingreiðsla til þeirra sem fengið höfðu lífeyrisgreiðslur frá sjóðnum frá sama tíma. Um var að ræða tillögu stjórnar um breytingar á samþykktum, er laut að ráðstöfun bótagreiðslu frá VÍS vegna tiltekinna fjárfestinga á árinu 2008.
Góð ávöxtun á fyrri hluta ársins
Ávöxtun Lífsverks fyrstu 6 mánuði ársins 2017 var góð en á tímabilinu var hækkun á innlendum hlutabréfamarkaði auk þess sem vaxtalækkanir Seðlabankans höfðu góð áhrif á skuldabréfamarkaðinn. Góð ávöxtun var einnig á erlendum hlutabréfamörkuðum en styrking krónunnar dró þó úr ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Nafnávöxtun samtryggingardeildar Lífsverks fyrstu 6 mánuði ársins 2017 var 3,3% og hrein raunávöxtun, að teknu tilliti til kostnaðar, var 2,0%.
Breytingar á lánareglum
Frá 1. september verður sú breyting á lánareglum Lífsverks að hámarksveðhlutfall sjóðfélagalána verður 75% af gildandi fasteignamati viðkomandi fasteignar, eða söluvirði samkvæmt nýlegum kaupsamningi, en hámarksveðhlutfall miðast ekki við metið markaðsvirði eins og verið hefur.
Um flækjur og forsjárhyggju
Iðgjald hækkar í 14% frá 1. júlí
Mótframlag launagreiðenda á almennum markaði hækkar
1. júlí úr 8,5% í 10,0% og verða þá heildariðgjöld launþega og launagreiðenda 14,0%.
Niðurstöður aukaaðalfundar
Aukaaðalfundur 22. júní
Stjórn Lífsverks boðar til aukaaðalfundar fimmtudaginn 22.júní kl. 17:00 að Engjateigi 9, Reykjavík.
Lífsverk með hæstu ávöxtun lífeyrissjóða
Í Morgunblaðinu 25. maí var birt samantekt á ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða á síðasta ári en flestir sjóðanna hafa nú birt ávöxtunartölur sínar. Þar kemur fram að hrein raunávöxtun Lífsverks var hærri en allra annarra sjóða.
Lífsverk lækkar vexti á óverðtryggðum lánum
Frá og með 1. júlí lækka vextir óverðtryggðra íbúðalána Lífsverks til sjóðfélaga úr 6,50% í 5,95%. Vextir þeirra sem þegar eru með óverðtryggð lán hjá sjóðnum lækka samsvarandi. Vextir eru ákvarðaðir til sex mánaða í senn. Vextir verðtryggðra lána Lífsverks eru 3,50% og verða óbreyttir áfram.
Agnar kjörinn í stjórn Lífsverks
Á aðalfundi Lífsverks í gær tilkynnti Elísabet Árnadóttir í kjörnefnd sjóðsins um úrslit í kosningum til stjórnar. Kjósa átti um tvö sæti karls og konu en Brynja Baldursdóttir núverandi varaformaður stjórnar bauð sig ein fram kvenna og var því sjálfkjörin. Kosið var milli Agnars Kofoed-Hansen og Andrésar Svanbjörnssonar í rafrænum kosningum á vef sjóðfélaga.
Jákvæð ávöxtun Lífsverks 2016
Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar Lífsverks á árinu 2016 nam 4,7% og hrein raunávöxtun 2,6% sem er ánægjuleg niðurstaða ef haft er í huga að fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða var almennt erfitt á árinu. Hrein nafnávöxtun séreignarleiða var sömuleiðis jákvæð.
Framboðsfresti til stjórnar lokið
Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk sl. mánudag og hefur kjörnefnd úrskoðað um gildi framboða. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal nú kjósa um tvo stjórnarmenn til næstu þriggja ára, eina konu og einn karl. Brynja Baldursdóttir, núverandi varaformaður stjórnar, bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en önnur framboð kvenna bárust ekki. Brynja telst því sjálfskjörin í stjórn Lífsverks næstu þrjú árin. Tvö framboð karla bárust, frá Agnari Kofoed-Hansen og Andrési Svanbjörnssyni og verður kosið um það hvor þeirra tekur sæti í aðalstjórn að loknum aðalfundi í vor.
Kynning frambjóðenda er hér fyrir neðan.
VÍS greiðir Lífsverki 835 milljónir
Sættir hafa náðst í máli Lífsverks lífeyrissjóðs gegn VÍS og fyrrum stjórnendum sjóðsins, vegna fjárfestinga sem stjórnendurnir tóku ákvarðanir um á árinu 2008. Stjórn Lífsverks fór fram á bætur í samræmi við gildandi stjórnendatryggingu milli aðilanna á þeim forsendum að um hefði verið að ræða fjárfestingar sem stönguðust á við þær fjárfestingarheimildir sem lífeyrissjóðir hefðu samkvæmt lögum.
Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00. Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 11.-21. apríl nk. á sjóðfélagavef á vefsvæði sjóðsins.