VÍS greiðir Lífsverki 835 milljónir
VÍS áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og stóð til að taka málið fyrir 13. mars. Áður en til þess kom náðist samkomulag þess efnis að VÍS greiðir Lífsverki 835 milljónir króna með eingreiðslu og teljast það fullar sættir í málinu bæði hvað varðar tryggingafélagið og fyrrum stjórnendur sjóðsins.
Við erum ánægð með að samkomulag skyldi hafa náðst áður en málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti með þeirri óvissu sem því fylgir og teljum að um sé að ræða góða niðurstöðu fyrir sjóðfélaga. Vissulega gefum við eftir af okkar ítrustu kröfum en niðurstaðan samsvarar því að sjóðurinn fengi greitt sem svarar til eins tjónsatburðar, sem var að hámarki 500 milljónir króna, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Þetta sýnir að það mat stjórnar var rétt að hagsmunum sjóðfélaga væri best gætt með því að láta reyna á bótaskyldu fyrir dómi.
segir Valur Hreggviðsson, stjórnarformaður Lífsverks.