Núverandi inneign
Inneign þín í séreignarsjóðum Lífsverks eða öðrum séreignarsjóðum. Hægt er að sjá stöðu séreignar hjá Lífsverki á sjóðfélagavefnum með innskráningu uppi í hægra horni.
Iðgjaldaprósenta
Sjóðfélagar Lífsverks geta valið að hluti af skylduiðgjaldinu renni í séreignarsjóð, sem getur verið frá 1,0% upp í 5,5%. Að auki hafa allir val um að greiða allt að 4% af launum í viðbótarsparnað og fá þá skv. flestum kjarasamningum 2% til viðbótar frá launagreiðanda. Hér ætti að velja heildarprósentu ef allir möguleikar eru nýttir.
Áætluð raunávöxtun
Hér má gefa sér mismunandi forsendur. Í tryggingafræðilegum útreikningum lífeyrissjóða er miðað við 3,5% ávöxtun á ári umfram verðbólgu, sem er talin líkleg framtíðarávöxtun yfir langan tíma. Sveiflur milli einstakra ára geta þó verið miklar. Meðalraunávöxtun Lífsverks 2013–2017 var 5,0%.
Útborgunartími
Val er um 1 – 7 ára útborgunartíma. Úttekt úr séreignarsjóði býður uppá mikinn sveigjanleika. Taka má alla inneignina út í einni greiðslu, dreifa henni jafnt á fleiri mánuði eða ár eða taka út mismunandi fjárhæðir eftir hentugleika hvers og eins.