Framboðsfresti til stjórnar lokið

30.3.2017

Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk sl. mánudag og hefur kjörnefnd úrskurðað um gildi framboða. 

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal nú kjósa um tvo stjórnarmenn til næstu þriggja ára, eina konu og einn karl.  Brynja Baldursdóttir, núverandi varaformaður stjórnar, bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en önnur framboð kvenna bárust ekki. 

Brynja telst því sjálfkjörin í stjórn Lífsverks næstu þrjú árin. Tvö framboð karla bárust, frá Agnari Kofoed-Hansen og Andrési Svanbjörnssyni og verður kosið um það hvor þeirra tekur sæti í aðalstjórn að loknum aðalfundi í vor. Kynning frambjóðenda er hér fyrir neðan.

Opið verður fyrir rafrænar kosningar á sjóðfélagavefnum dagana 11. – 21. apríl. 


Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar, þ.e. þeir sem greitt hafa til samtryggingardeildar sjóðsins og eiga hjá honum réttindi og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Til að nýta atkvæðisrétt sinn nægir að skrá sig inn á sjóðfélagavefinn.
Innskráning með rafrænum skilríkjum í farsíma eða með notandanafni og lykilorði. 

Við innskráningu má nálgast týnt lykilorð sem er þá sent um hæl í netbanka viðkomandi. Sjóðfélagar munu einnig eiga þess kost að greiða atkvæði rafrænt á skrifstofu sjóðsins sömu daga og kosning fer fram, á venjulegum afgreiðslutíma sjóðsins. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn. 

Kynning frambjóðenda

Agnar Kofoed-Hansen
Andrés Svanbjörnsson


Fréttir

Framboðsfresti til stjórnar lokið

Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk sl. mánudag og hefur kjörnefnd úrskurðað um gildi framboða. 

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal nú kjósa um tvo stjórnarmenn til næstu þriggja ára, eina konu og einn karl.  Brynja Baldursdóttir, núverandi varaformaður stjórnar, bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en önnur framboð kvenna bárust ekki. 

Brynja telst því sjálfkjörin í stjórn Lífsverks næstu þrjú árin. Tvö framboð karla bárust, frá Agnari Kofoed-Hansen og Andrési Svanbjörnssyni og verður kosið um það hvor þeirra tekur sæti í aðalstjórn að loknum aðalfundi í vor. Kynning frambjóðenda er hér fyrir neðan.

Opið verður fyrir rafrænar kosningar á sjóðfélagavefnum dagana 11. – 21. apríl. 


Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar, þ.e. þeir sem greitt hafa til samtryggingardeildar sjóðsins og eiga hjá honum réttindi og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Til að nýta atkvæðisrétt sinn nægir að skrá sig inn á sjóðfélagavefinn.
Innskráning með rafrænum skilríkjum í farsíma eða með notandanafni og lykilorði. 

Við innskráningu má nálgast týnt lykilorð sem er þá sent um hæl í netbanka viðkomandi. Sjóðfélagar munu einnig eiga þess kost að greiða atkvæði rafrænt á skrifstofu sjóðsins sömu daga og kosning fer fram, á venjulegum afgreiðslutíma sjóðsins. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn. 

Kynning frambjóðenda

Agnar Kofoed-Hansen
Andrés Svanbjörnsson