Ráðuneytið synjar meðferð bótagreiðslunnar

28.9.2017

Á aukaaðalfundi Lífsverks 22. júní sl. var samþykkt réttindaaukning til sjóðfélaga um 1,42% miðað við réttindi 1. september 2009 og samsvarandi eingreiðsla til þeirra sem fengið höfðu lífeyrisgreiðslur frá sjóðnum frá sama tíma. Um var að ræða tillögu stjórnar um breytingar á samþykktum, er laut að ráðstöfun bótagreiðslu frá VÍS vegna tiltekinna fjárfestinga á árinu 2008. 

Stjórn Lífsverks hafði farið fram á bætur í samræmi við gildandi stjórnendatryggingu á þeim forsendum að um hefði verið að ræða fjárfestingar sem stönguðust á við þær fjárfestingarheimildir sem lífeyrissjóðir hefðu samkvæmt lögum. Í apríl í fyrra féll dómur Héraðsdóms Reykjavíkur á þann veg að fallist var að stærstum hluta til á kröfu Lífsverks. VÍS áfrýjaði málinu til Hæstaréttar en áður en til þess kom að málið yrði tekið fyrir náðist samkomulag þess efnis að VÍS greiddi Lífsverki 835 milljónir króna með eingreiðslu og töldust það fullar sættir í málinu bæði hvað varðaði tryggingafélagið og fyrrum stjórnendur sjóðsins.
Samkvæmt mótatkvæðalausri samþykkt fundarins í júní skyldi réttindaaukningin til sjóðfélaganna koma til framkvæmda þegar staðfesting Fjármála- og efnahagsráðuneytisins lægi fyrir á nýjum samþykktum sjóðsins. Nú hefur ráðuneytið hins vegar synjað beiðni sjóðsins um staðfestingu samþykktarbreytinganna. Í bréfi ráðuneytisins segir að það hafi skilning á framkomnum sjónarmiðum sjóðsins en hins vegar sé það mat ráðuneytisins að „líta verði til eðlis samtryggingar en í henni felst að áhætta dreifist með jöfnum hætti meðal sjóðfélaga sem eiga réttindi í sjóðnum á þeim tíma þegar breyta þarf réttindaávinnslu, óháð aðstæðum. Eignir sameignarsjóða eru ekki deildarskiptar, hvorki eftir tímabili né sjóðfélögum, heldur eru þær sameign allra sjóðfélaga á hverjum tíma.“ Umsögn Fjármálaeftirlitsins var einnig neikvæð en að mati eftirlitsins myndi staðfesting ráðuneytisins á samþykktarbreytingunni fela í sér varhugavert fordæmi.
Stjórn sjóðsins taldi réttlætismál að sú skerðing lífeyrisréttinda sem sjóðfélagar þurftu að una, m.a. vegna taps á þeim fjárfestingum sem nú hafa verið bættar, myndi ganga að hluta til baka. Af því getur hins vegar ekki orðið eftir að Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafnaði beiðni sjóðsins.
Bréf ráðuneytisins er að finna hér


Fréttir

Ráðuneytið synjar meðferð bótagreiðslunnar

Á aukaaðalfundi Lífsverks 22. júní sl. var samþykkt réttindaaukning til sjóðfélaga um 1,42% miðað við réttindi 1. september 2009 og samsvarandi eingreiðsla til þeirra sem fengið höfðu lífeyrisgreiðslur frá sjóðnum frá sama tíma. Um var að ræða tillögu stjórnar um breytingar á samþykktum, er laut að ráðstöfun bótagreiðslu frá VÍS vegna tiltekinna fjárfestinga á árinu 2008. 

Stjórn Lífsverks hafði farið fram á bætur í samræmi við gildandi stjórnendatryggingu á þeim forsendum að um hefði verið að ræða fjárfestingar sem stönguðust á við þær fjárfestingarheimildir sem lífeyrissjóðir hefðu samkvæmt lögum. Í apríl í fyrra féll dómur Héraðsdóms Reykjavíkur á þann veg að fallist var að stærstum hluta til á kröfu Lífsverks. VÍS áfrýjaði málinu til Hæstaréttar en áður en til þess kom að málið yrði tekið fyrir náðist samkomulag þess efnis að VÍS greiddi Lífsverki 835 milljónir króna með eingreiðslu og töldust það fullar sættir í málinu bæði hvað varðaði tryggingafélagið og fyrrum stjórnendur sjóðsins.
Samkvæmt mótatkvæðalausri samþykkt fundarins í júní skyldi réttindaaukningin til sjóðfélaganna koma til framkvæmda þegar staðfesting Fjármála- og efnahagsráðuneytisins lægi fyrir á nýjum samþykktum sjóðsins. Nú hefur ráðuneytið hins vegar synjað beiðni sjóðsins um staðfestingu samþykktarbreytinganna. Í bréfi ráðuneytisins segir að það hafi skilning á framkomnum sjónarmiðum sjóðsins en hins vegar sé það mat ráðuneytisins að „líta verði til eðlis samtryggingar en í henni felst að áhætta dreifist með jöfnum hætti meðal sjóðfélaga sem eiga réttindi í sjóðnum á þeim tíma þegar breyta þarf réttindaávinnslu, óháð aðstæðum. Eignir sameignarsjóða eru ekki deildarskiptar, hvorki eftir tímabili né sjóðfélögum, heldur eru þær sameign allra sjóðfélaga á hverjum tíma.“ Umsögn Fjármálaeftirlitsins var einnig neikvæð en að mati eftirlitsins myndi staðfesting ráðuneytisins á samþykktarbreytingunni fela í sér varhugavert fordæmi.
Stjórn sjóðsins taldi réttlætismál að sú skerðing lífeyrisréttinda sem sjóðfélagar þurftu að una, m.a. vegna taps á þeim fjárfestingum sem nú hafa verið bættar, myndi ganga að hluta til baka. Af því getur hins vegar ekki orðið eftir að Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafnaði beiðni sjóðsins.
Bréf ráðuneytisins er að finna hér