Val á lífeyrissjóði er mikilvægt

4.12.2024

Björn Berg, fjármálaráðgjafi, var í viðtali á Rás 2 í morgun, þar sem fjallað var um þau atriði sem hafa þarf í huga við val á lífeyrissjóði. Viðtalið er hægt að hlusta á hér:

https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-04-tharna-eru-storu-fjarhaedirnar-430161

Í máli Björns kom fram að mikilvægt væri að huga að tryggingum við örorku eða fráfall sjóðfélaga, sem almennt væru hærri í þeim sjóðum þar sem öllu iðgjaldinu er ráðstafað í samtryggingarsjóð. Hins vegar væri hægt að greiða í aðra lífeyrissjóði, þar sem heimilt er að ráðstafa hluta iðgjaldsins í erfanlega séreign.

Hjá Lífsverki geta sjóðfélagar valið um að allt iðgjaldið fari í samtryggingarsjóð eða að hluti iðgjaldsins fari í að byggja upp séreignarsjóð hvers og eins. Flestir sjóðfélagar Lífsverks hafa valið síðarnefndu leiðina en þá fer 10% í samtryggingu en 5,5% í séreign af hefðbundnu 15,5% iðgjaldi af launum. Séreignin er laus til útborgunar við 60 ára aldur, í einu lagi eða dreift á lengri tíma eftir óskum sjóðfélaga. Í þessu sambandi er vert að taka fram að ekki er ástæða fyrir sjóðfélaga Lífsverks að setja hluta iðgjaldsins í svonefnda tilgreinda séreign sem hefur þrengri útgreiðslureglur, þ.e. hún er einungis laus við 62ja ára aldur og þarf að dreifa að lágmarki til 67 ára aldurs.

Lífsverk býður einnig góðar tryggingar, makalífeyrir er greiddur í 5 ár eftir andlát sjóðfélaga en lágmark samkvæmt lögum er 2 ár. Þá er barnalífeyrir greiddur þar til börn verða 19 ára en ekki 18 ára eins og lágmark laga kveður á um.

Í máli Björns kom fram að lánsréttur skipti verulegu máli við val á lífeyrissjóði. Lífsverk hefur langa sögu um hagstæð lán til sjóðfélaga við fasteignakaup og lánar allt að 85% af veðhlutfalli til fyrstu kaupenda.

Önnur atriði þarf einnig að hafa í huga við val á lífeyrissjóði. Nefna má lýðræði sjóðfélaga en hjá Lífsverki kjósa sjóðfélagir sjálfir stjórn sjóðsins úr hópi sjóðfélaga og vegur atkvæði hvers sjóðfélaga jafnt. Í mörgum öðrum sjóðum tíðkast að Samtök atvinnurekenda og verkalýðsfélaga velji stjórnarmenn úr sínum röðum án þess að sjóðfélagar hafi nokkuð um það að segja, eða að atkvæðavægi taki mið af réttindum sjóðfélaga, sem þýðir að vægi yngri sjóðfélaga er mun minna en þeirra eldri.

Mynd tekin af vef https://www.bjornberg.is/

 


Fréttir

Val á lífeyrissjóði er mikilvægt

Björn Berg, fjármálaráðgjafi, var í viðtali á Rás 2 í morgun, þar sem fjallað var um þau atriði sem hafa þarf í huga við val á lífeyrissjóði. Viðtalið er hægt að hlusta á hér:

https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-04-tharna-eru-storu-fjarhaedirnar-430161

Í máli Björns kom fram að mikilvægt væri að huga að tryggingum við örorku eða fráfall sjóðfélaga, sem almennt væru hærri í þeim sjóðum þar sem öllu iðgjaldinu er ráðstafað í samtryggingarsjóð. Hins vegar væri hægt að greiða í aðra lífeyrissjóði, þar sem heimilt er að ráðstafa hluta iðgjaldsins í erfanlega séreign.

Hjá Lífsverki geta sjóðfélagar valið um að allt iðgjaldið fari í samtryggingarsjóð eða að hluti iðgjaldsins fari í að byggja upp séreignarsjóð hvers og eins. Flestir sjóðfélagar Lífsverks hafa valið síðarnefndu leiðina en þá fer 10% í samtryggingu en 5,5% í séreign af hefðbundnu 15,5% iðgjaldi af launum. Séreignin er laus til útborgunar við 60 ára aldur, í einu lagi eða dreift á lengri tíma eftir óskum sjóðfélaga. Í þessu sambandi er vert að taka fram að ekki er ástæða fyrir sjóðfélaga Lífsverks að setja hluta iðgjaldsins í svonefnda tilgreinda séreign sem hefur þrengri útgreiðslureglur, þ.e. hún er einungis laus við 62ja ára aldur og þarf að dreifa að lágmarki til 67 ára aldurs.

Lífsverk býður einnig góðar tryggingar, makalífeyrir er greiddur í 5 ár eftir andlát sjóðfélaga en lágmark samkvæmt lögum er 2 ár. Þá er barnalífeyrir greiddur þar til börn verða 19 ára en ekki 18 ára eins og lágmark laga kveður á um.

Í máli Björns kom fram að lánsréttur skipti verulegu máli við val á lífeyrissjóði. Lífsverk hefur langa sögu um hagstæð lán til sjóðfélaga við fasteignakaup og lánar allt að 85% af veðhlutfalli til fyrstu kaupenda.

Önnur atriði þarf einnig að hafa í huga við val á lífeyrissjóði. Nefna má lýðræði sjóðfélaga en hjá Lífsverki kjósa sjóðfélagir sjálfir stjórn sjóðsins úr hópi sjóðfélaga og vegur atkvæði hvers sjóðfélaga jafnt. Í mörgum öðrum sjóðum tíðkast að Samtök atvinnurekenda og verkalýðsfélaga velji stjórnarmenn úr sínum röðum án þess að sjóðfélagar hafi nokkuð um það að segja, eða að atkvæðavægi taki mið af réttindum sjóðfélaga, sem þýðir að vægi yngri sjóðfélaga er mun minna en þeirra eldri.

Mynd tekin af vef https://www.bjornberg.is/