Þrír í framboði til aðalstjórnar Lífsverks

Rafrænt stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífsverks fer fram á sjóðfélagavef dagana 14. – 21. apríl og eru þrír í framboði til aðalstjórnar.

5.4.2023

  • Um sjóðinn

Rafrænt stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífsverks fer fram á sjóðfélagavef á vefsvæði sjóðsins dagana 14. – 21. apríl. Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar, þ.e. sem greitt hafa til samtryggingardeildar sjóðsins og eiga hjá honum réttindi og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Kosið er um tvö stjórnarsæti, karls og konu.

Framboðsfresti lauk 27. mars sl. og bárust þrjú framboð karla innan frestsins. Aðeins ein kona gaf kost á sér, Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður, sem sóttist eftir endurkjöri. Öllum framboðum fylgdi tilskilinn fjöldi meðmælenda og hefur kjörnefnd úrskurðað þau öll gild. Margrét er því sjálfkjörin í stjórn til næstu þriggja ára.

Kjósa þarf um stjórnarsæti karls og í framboði eru eftirtaldir:

Hægt er að nálgast kynningu á frambjóðendum með því að smella á nafn þeirra. 

Agni Ásgeirsson

Bergur Ebbi Benediktsson

Þorbergur Steinn Leifsson.

Agni og Bergur eru í varastjórn sjóðsins en Þorbergur hefur verið aðalmaður í stjórn síðastliðið kjörtímabil.


Fréttir

Þrír í framboði til aðalstjórnar Lífsverks

Rafrænt stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífsverks fer fram á sjóðfélagavef dagana 14. – 21. apríl og eru þrír í framboði til aðalstjórnar.

Rafrænt stjórnarkjör til aðalstjórnar Lífsverks fer fram á sjóðfélagavef á vefsvæði sjóðsins dagana 14. – 21. apríl. Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar, þ.e. sem greitt hafa til samtryggingardeildar sjóðsins og eiga hjá honum réttindi og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Kosið er um tvö stjórnarsæti, karls og konu.

Framboðsfresti lauk 27. mars sl. og bárust þrjú framboð karla innan frestsins. Aðeins ein kona gaf kost á sér, Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður, sem sóttist eftir endurkjöri. Öllum framboðum fylgdi tilskilinn fjöldi meðmælenda og hefur kjörnefnd úrskurðað þau öll gild. Margrét er því sjálfkjörin í stjórn til næstu þriggja ára.

Kjósa þarf um stjórnarsæti karls og í framboði eru eftirtaldir:

Hægt er að nálgast kynningu á frambjóðendum með því að smella á nafn þeirra. 

Agni Ásgeirsson

Bergur Ebbi Benediktsson

Þorbergur Steinn Leifsson.

Agni og Bergur eru í varastjórn sjóðsins en Þorbergur hefur verið aðalmaður í stjórn síðastliðið kjörtímabil.