Sjóðfélagar Lífsverks þurfa ekki að gera sérstakar ráðstafanir til að setja hluta af skylduiðgjaldinu í tilgreinda séreign.

25.6.2024

Samkvæmt lögum er skylduiðgjald í lífeyrissjóði 15,5% af launum. Hjá flestum lífeyrissjóðum fer allt iðgjaldið í samtryggingarsjóð en sjóðfélagi hefur þá val um að setja 3,5% í tilgreinda séreign sem ráðstafa má í hvaða lífeyrissjóð sem er. Þeir sem eru ekki sjóðfélagar hjá Lífsverki geta þannig óskað eftir því að 3,5% af iðgjaldinu fari í tilgreinda séreign hjá Lífsverki. Tilgreind séreign er erfanleg og er laus til útborgunar þegar sjóðfélagi hefur náð 62 ára aldri og dreifast þá greiðslur næstu 5 árin eða til 67 ára aldurs.

Sjóðfélagar Lífsverks hafa hins vegar val um að greiða 5,5% af lögbundnu 15,5% skylduiðgjaldi sínu í séreign. Sjóðfélagar Lífsverks þurfa því ekki að gera ráðstafanir til að setja hluta af skylduiðgjaldinu í tilgreinda séreign. Sá hluti skylduiðgjaldsins sem fer í séreign er erfanlegur og er laus til útborgunar við 60 ára aldur án annarra skilyrða, þ.e. útgreiðslum má haga með þeim hætti sem sjóðfélagi kýs sjálfur. Mikill meirihluti sjóðfélaga Lífsverks velur þessa leið fyrir skylduiðgjald sitt umfram að setja 3,5% í tilgreinda séreign eða hafa allt í samtryggingasjóði.

Nokkur brögð hafa verið að því að ágengir sölumenn, ekki síst erlendra tryggingafélaga, hafa fengið sjóðfélaga Lífsverks til að skrifa sig fyrir tilgreindri séreign. Ekki er þörf á því eins og fram kemur hér að ofan. Standi þrátt fyrir allt vilji til þess er viðkomandi bent á að skoða vel þann kostnað sem slík ráðstöfun hefur í för með sér. Að auki liggur fyrir að samkvæmt fjárfestingarheimildum sem gilda um tilgreinda séreign er einungis heimilt að fjárfesta allt að helmingi greiddra iðgjalda í erlendum gjaldmiðlum. Loforð um örugga erlenda ávöxtun standast því ekki.


Fréttir

Sjóðfélagar Lífsverks þurfa ekki að gera sérstakar ráðstafanir til að setja hluta af skylduiðgjaldinu í tilgreinda séreign.

Samkvæmt lögum er skylduiðgjald í lífeyrissjóði 15,5% af launum. Hjá flestum lífeyrissjóðum fer allt iðgjaldið í samtryggingarsjóð en sjóðfélagi hefur þá val um að setja 3,5% í tilgreinda séreign sem ráðstafa má í hvaða lífeyrissjóð sem er. Þeir sem eru ekki sjóðfélagar hjá Lífsverki geta þannig óskað eftir því að 3,5% af iðgjaldinu fari í tilgreinda séreign hjá Lífsverki. Tilgreind séreign er erfanleg og er laus til útborgunar þegar sjóðfélagi hefur náð 62 ára aldri og dreifast þá greiðslur næstu 5 árin eða til 67 ára aldurs.

Sjóðfélagar Lífsverks hafa hins vegar val um að greiða 5,5% af lögbundnu 15,5% skylduiðgjaldi sínu í séreign. Sjóðfélagar Lífsverks þurfa því ekki að gera ráðstafanir til að setja hluta af skylduiðgjaldinu í tilgreinda séreign. Sá hluti skylduiðgjaldsins sem fer í séreign er erfanlegur og er laus til útborgunar við 60 ára aldur án annarra skilyrða, þ.e. útgreiðslum má haga með þeim hætti sem sjóðfélagi kýs sjálfur. Mikill meirihluti sjóðfélaga Lífsverks velur þessa leið fyrir skylduiðgjald sitt umfram að setja 3,5% í tilgreinda séreign eða hafa allt í samtryggingasjóði.

Nokkur brögð hafa verið að því að ágengir sölumenn, ekki síst erlendra tryggingafélaga, hafa fengið sjóðfélaga Lífsverks til að skrifa sig fyrir tilgreindri séreign. Ekki er þörf á því eins og fram kemur hér að ofan. Standi þrátt fyrir allt vilji til þess er viðkomandi bent á að skoða vel þann kostnað sem slík ráðstöfun hefur í för með sér. Að auki liggur fyrir að samkvæmt fjárfestingarheimildum sem gilda um tilgreinda séreign er einungis heimilt að fjárfesta allt að helmingi greiddra iðgjalda í erlendum gjaldmiðlum. Loforð um örugga erlenda ávöxtun standast því ekki.