Rafræn samskipti á tímum COVID-19
Lífsverk lífeyrissjóður hvetur sjóðfélaga og aðra viðskiptavini til að nýta sér rafræna þjónustu okkar í stað þess að gera sér ferð á skrifstofu sjóðsins.
Þetta gerum við í framhaldi þess að embætti ríkislögreglustjóra hefur í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19.
Hægt er að hringja í okkur alla virka daga frá kl.9-16 í síma 575 1000
Einnig svörum við fyrirspurnum á tölvupóstfagið lifsverk@lifsverk.is
Þá er hægt að lesa sig til um þjónustu okkar á vefnum lifsverk.is
Sjóðfélagavefurinn hefur að geyma helstu upplýsingar um réttindi, stöðu lána og fleira, innskráning er rafræn hér.
Allar umsóknir okkar eru rafrænar og má finna hér.
Launagreiðendur geta sent skilagreinar í gegnum launagreiðendavefinn hér.
Hlökkum til að heyra frá ykkur.