Opið fyrir umsóknir um tímabundna útgreiðslu séreignarlífeyris

Alþingi hefur samþykkt breytingu til bráðabirgða á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem heimilar tímabundna úttekt séreignarsparnaðar til að mæta áhrifum heimsfaraldurs COVID-19.

6.4.2020

Með ákvæðinu er heimilt að taka út séreignarsparnað sem stafar af viðbótarlífeyrisgreiðslum að fjárhæð allt að 12 milljónir króna á 15 mánaða tímabili. Hámarksúttekt er því 800 þúsund krónur á mánuði. Útgreiðslutími styttist ef um lægri fjárhæð er að ræða. Heimildin gildir frá 1. apríl. 

Tekið er sérstaklega fram að útgreiðslan hafi ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Þá hefur útgreiðslan heldur ekki áhrif á greiðslu húsnæðisbóta, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta. Hins vegar er full staðgreiðsla reiknuð af úttektarfjárhæðinni.

Hægt er að sækja um útgreiðslu séreignarsparnaðar hér (rafræn skilríki) eða hér fyrir þá sem ekki eru með rafræn skilríki . Greitt er út síðasta virka dag mánaðar og þarf umsókn að berast sjóðnum fyrir 20. dag sama mánaðar.


Fréttir

Opið fyrir umsóknir um tímabundna útgreiðslu séreignarlífeyris

Alþingi hefur samþykkt breytingu til bráðabirgða á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem heimilar tímabundna úttekt séreignarsparnaðar til að mæta áhrifum heimsfaraldurs COVID-19.

Með ákvæðinu er heimilt að taka út séreignarsparnað sem stafar af viðbótarlífeyrisgreiðslum að fjárhæð allt að 12 milljónir króna á 15 mánaða tímabili. Hámarksúttekt er því 800 þúsund krónur á mánuði. Útgreiðslutími styttist ef um lægri fjárhæð er að ræða. Heimildin gildir frá 1. apríl. 

Tekið er sérstaklega fram að útgreiðslan hafi ekki áhrif á bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Þá hefur útgreiðslan heldur ekki áhrif á greiðslu húsnæðisbóta, greiðslu barnabóta eða vaxtabóta. Hins vegar er full staðgreiðsla reiknuð af úttektarfjárhæðinni.

Hægt er að sækja um útgreiðslu séreignarsparnaðar hér (rafræn skilríki) eða hér fyrir þá sem ekki eru með rafræn skilríki . Greitt er út síðasta virka dag mánaðar og þarf umsókn að berast sjóðnum fyrir 20. dag sama mánaðar.