Kynning á frambjóðanda í stjórn.
Elísabet Árnadóttir
Stjórnarmaður og formaður endurskoðunarnefndar frá 2010
Starfsferill
Frá 2010 Össur
Verkefnastjóri í framleiðsludeild
Frá 2011 Dokkan
Hópstjóri árangursstjórnunar: ISO staðlar og gæðastjórnun
2008 - 2010 Stjörnu-Oddi
Ráðgjafi
2005 - 2007 Verkfræðistofan Höfn
Verkfræðihönnuður
1999 - 2005 Umferðastofa
Almenn störf og sérverkefni
Menntun
2009 London Metropolitan University. LM Business School
MA Management
2009 London Metropolitan University. LM Business School
Postgraduate Certificate in Finance
2008 Westminster University. Summer School
International Business Summer School; Strategic Financial Management
2007 Háskóli Íslands.
B.Sc í Umhverfis- og byggingarverkfræði
1999 Menntaskólinn í Reykjavík
Stúdent eðlisfræðideild II
Framboð
Á þeim tæpu tveimur árum sem ég hef setið í samstilltri stjórn sjóðsins hefur verið farið í ýmis verkefni svo sem gerð áhættustefnu og fjárfestingarstefnu. Ferlar sjóðsins hafa verið bættir og sem formaður endurskoðunarnefndar hef ég komið að innra eftirliti sjóðsins ásamt endurskoðendum og endurskoðunarnefnd og vil gjarnan fá að fylgja þeim verkefnum eftir.
Þó að afkoma sjóðsins hafi batnað lítillega er ávöxtun sjóðsins langt frá því að teljast viðunandi. Með áframhaldandi vinnu og því markmiði að koma sjóðnum á réttan kjöl gef ég kost á mér að sitja í stjórn sjóðsins. Ég mun halda áfram að sinna starfi mínu af heilindum með hag sjóðfélaga að leiðarljósi.