Kynning á frambjóðanda í stjórn
Valur Hreggviðsson
ÞRÁINN VALUR HREGGVIÐSSON Verkefnastjóri og markaðssérfræðingur hjá Verkís ehf. Stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verkfræðinga frá september 2010 Stjórnarformaður frá maí 2011 |
|||
MENNTUN |
|||
|
|||
STARFSREYNSLA |
|||
2009 – VERKÍS hf. Verkefnastjóri á byggingasviði / Sérfræðingur á deild Markaðar & Þróunar 2006 – 2009 VST hf. / HRV Engineering ehf. Ráðgjafi / Framkvæmdastjóri |
|||
2003 – 2005 ALTA ehf. Verkefnastjóri |
|||
2002 – 2003 Altech JHM hf. Framkvæmdastjóri |
|||
1992 – 2002 ÍSKRAFT ehf. Markaðsstjóri / Framkvæmdastjóri |
|||
1991 – 1992 HEWLETT-PACKARD Co., Corvallis, Oregon, USA Verkfræðingur á framleiðslusviði |
|||
1988 – 1989 ÍSKRAFT ehf. Innkaupastjóri |
|||
1987 – 1988 Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar hf. Ráðgefandi verkfræðingur |
|||
SÝN Á FRAMTÍÐ LÍFEYRISSJÓÐS VERKFRÆÐINGA |
|||
Orðspor Lífeyrissjóðs Verkfræðinga, Lífsverks, hefur á undanförnum áratug hvað eftir annað beðið hnekki fyrir ýmissa hluta sakir. Lengi framanaf tókust sjóðfélagar á um útdeilingu lífeyrisréttinda, ávöxtun eigna sjóðsins hefur verið undir meðaltali allra lífeyrissjóða um árabil, sjóðurinn kom einstaklega illa út úr bankahruninu og umfjöllun um sjóðinn hefur oftar en ekki verið á neikvæðum nótum. Markmið mitt með stjórnarsetu er að taka þátt í að endurreisa sjóðinn eftir hrun, ávinna honum aftur traust orðspor meðal sjóðfélaga og leggja grunn að stækkun hans með öflugri nýliðun og mögulega samrekstri eða sameiningu við aðra áhugaverða sjóði. Ég bauð mig fyrst fram til stjórnarsetu á aðalfundi 2009 og var kjörinn aðalfulltrúi á aukaaðalfundi síðla árs 2010. Þó að ýmislegt hafi áunnist í þessa átt frá þeim tíma má segja að húsið sé ennþá ekki nema hálfbyggt og margt eftir ógert enda er eðli lífeyrissjóða þannig að breytinga í stefnu og starfsháttum sér ekki stað á einni nóttu. Á undanförnum 18 mánuðum hefur ýmsu verið breytt í innra starfi og stefnu, sjóðsins; hlutverk hafa verið skýrð, vinna við gerð fjárfestingarstefnu hefur verið betrumbætt, mörkuð hefur verið áhættustefna og greining einstakra fjárfestingartækifæra hefur verið bætt. Í þessari vinnu hef ég tekið virkan þátt og leitast við að sinna því ábyrgðarstarfi sem stjórnarseta í Lífsverki er af fremstu getu. Af því ég tel okkur enn eiga langan veg ófarinn að þeirri framtíðarsýn sem mótuð hefur verið og ég hef áhuga á að taka þátt í að fylgja markmiðum okkar enn betur eftir hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi stjórnarsetu. |