Mótframlag hækkar í 8,5% frá og með 1. júlí

21.6.2016

Mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð hækkar í 8,5% frá og með júlímánuði samkvæmt kjarasamningi ASÍ o.fl. við Samtök atvinnulífsins. Þetta er liður í svonefndu SALEK samkomulagi, sem kveður á um hækkun mótframlags í lífeyrissjóð um 3,5% í áföngum, þ.e. núna í júlí um 0,5%, á næsta ári um 1,5% til viðbótar og enn um 1,5% frá og með júlí 2018. Iðgjald launþega verður óbreytt allan tímann, eða 4%, og verður því heildarframlag í lífeyrissjóð 15,5% í lok tímabilsins.

Samkomulagið gerir ráð fyrir því að viðbótarframlagið renni til samtryggingardeildar fyrst um sinn en frá og með næsta ári megi ráðstafa allt að 2% í bundinn séreignarsparnað. Þeir sem velja blönduðu leiðina hjá Lífsverki fá viðbótina inn á séreign.

Launagreiðendur sem falla undir ofangreint samkomulag eru hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir við skil á iðgjöldum og sjóðfélögum bent á að fylgjast með að hækkunin skili sér.


Fréttir

Mótframlag hækkar í 8,5% frá og með 1. júlí

Mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð hækkar í 8,5% frá og með júlímánuði samkvæmt kjarasamningi ASÍ o.fl. við Samtök atvinnulífsins. Þetta er liður í svonefndu SALEK samkomulagi, sem kveður á um hækkun mótframlags í lífeyrissjóð um 3,5% í áföngum, þ.e. núna í júlí um 0,5%, á næsta ári um 1,5% til viðbótar og enn um 1,5% frá og með júlí 2018. Iðgjald launþega verður óbreytt allan tímann, eða 4%, og verður því heildarframlag í lífeyrissjóð 15,5% í lok tímabilsins.

Samkomulagið gerir ráð fyrir því að viðbótarframlagið renni til samtryggingardeildar fyrst um sinn en frá og með næsta ári megi ráðstafa allt að 2% í bundinn séreignarsparnað. Þeir sem velja blönduðu leiðina hjá Lífsverki fá viðbótina inn á séreign.

Launagreiðendur sem falla undir ofangreint samkomulag eru hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir við skil á iðgjöldum og sjóðfélögum bent á að fylgjast með að hækkunin skili sér.