Nýr forstöðumaður eignastýringar
Hreggviður Ingason hefur verið ráðinn til starfa hjá Lífsverki lífeyrissjóði sem forstöðumaður eignastýringar og hefur hann störf strax eftir áramót.
Hreggviður er fæddur í Reykjavík árið 1978 og nam hagfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk M.A. gráðu í hagfræði frá Boston University árið 2005 og síðan M.Sc. gráðu í fjármálastærðfræði frá Warwick háskóla í Bretlandi árið 2006. Auk þess hefur Hreggviður lokið námi í verðbréfaviðskiptum.
Hreggviður hefur yfir 10 ára reynslu af fjármálamörkuðum. Frá árinu 2010 hefur hann séð um uppgjör afleiðusamninga hjá Glitni hf. Á árunum 2007 til 2010 vann hann sem forstöðumaður fjárstýringar VBS fjárfestingarbanka hf. og á árunum 2006 til 2007 var hann sérfræðingur í gjaldeyris- og afleiðumiðlun Kaupþings banka. Samhliða hefur hann sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2008.
Við bjóðum Hreggvið velkominn til starfa. Jafnframt er Lýð H. Gunnarssyni, sem starfað hefur hjá sjóðnum í ríflega 6 ár, þökkuð vel unnin störf en hann tekur um áramótin við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Eik fasteignafélagi.