Góð ávöxtun á fyrri hluta ársins

25.9.2015

Hrein eign Lífsverks lífeyrissjóðs 30. júní 2015 nam 62,1 milljarði króna en var til samanburðar 57,7 milljarðar um síðustu áramót. Eignir sjóðsins hafa því aukist um 4,4 milljarða króna fyrstu 6 mánuði ársins 2015.
Nafnávöxtun samtryggingardeildar á tímabilinu var 5,6% og raunávöxtun 3,8%. Það samsvarar 11,5% nafnávöxtun og 7,7% raunávöxtun á ársgrundvelli.

Ávöxtun séreignarleiða Lífsverks var einnig góð á tímabilinu. Nafnávöxtun Lífsverks 1, sem er blönduð leið skuldabréfa og hlutabréfa, var 7,8%, nafnávöxtun Lífsverks 2, sem leggur áherslu á innlend skuldabréf, var 4,3% og Lífsverk 3, með áherslu á innlán, skilaði 1,9% nafnávöxtun. Ávöxtunartölur miðast allar við fyrstu 6 mánuði ársins 2015.

Greidd iðgjöld til sjóðsins námu 1,7 milljarði króna og lífeyrisgreiðslur námu 387 milljónum.
Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum er 22,4%. Fjárfestingartekjur námu alls 3,2 milljörðum. Rekstrarkostnaður fyrstu 6 mánuði ársins í hlutfalli af eignum er 0,1% og fjárvörslu- og eignastýringarkostnaður í hlutfalli af eignum er 0,04%.

Stærsti hluti eigna sjóðsins er í verðbréfum með föstum tekjum, sem nema 32,6 milljörðum og verðbréfum með breytilegum tekjum, sem nema 20,4 milljörðum. Veðlán til sjóðfélaga nema 6,4 milljörðum.
Fyrstu sex mánuði ársins voru veitt ný lán til 34 sjóðfélaga, samtals að fjárhæð 426 milljónir.

Sjóðfélagar geta nálgast sundurliðun á verðbréfaeign sjóðsins, sem nemur meira en 1% af hreinni eign, með því að skrá sig inn á sjóðfélagavefinn hér efst á síðunni.


Fréttir

Góð ávöxtun á fyrri hluta ársins

Hrein eign Lífsverks lífeyrissjóðs 30. júní 2015 nam 62,1 milljarði króna en var til samanburðar 57,7 milljarðar um síðustu áramót. Eignir sjóðsins hafa því aukist um 4,4 milljarða króna fyrstu 6 mánuði ársins 2015.
Nafnávöxtun samtryggingardeildar á tímabilinu var 5,6% og raunávöxtun 3,8%. Það samsvarar 11,5% nafnávöxtun og 7,7% raunávöxtun á ársgrundvelli.

Ávöxtun séreignarleiða Lífsverks var einnig góð á tímabilinu. Nafnávöxtun Lífsverks 1, sem er blönduð leið skuldabréfa og hlutabréfa, var 7,8%, nafnávöxtun Lífsverks 2, sem leggur áherslu á innlend skuldabréf, var 4,3% og Lífsverk 3, með áherslu á innlán, skilaði 1,9% nafnávöxtun. Ávöxtunartölur miðast allar við fyrstu 6 mánuði ársins 2015.

Greidd iðgjöld til sjóðsins námu 1,7 milljarði króna og lífeyrisgreiðslur námu 387 milljónum.
Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum er 22,4%. Fjárfestingartekjur námu alls 3,2 milljörðum. Rekstrarkostnaður fyrstu 6 mánuði ársins í hlutfalli af eignum er 0,1% og fjárvörslu- og eignastýringarkostnaður í hlutfalli af eignum er 0,04%.

Stærsti hluti eigna sjóðsins er í verðbréfum með föstum tekjum, sem nema 32,6 milljörðum og verðbréfum með breytilegum tekjum, sem nema 20,4 milljörðum. Veðlán til sjóðfélaga nema 6,4 milljörðum.
Fyrstu sex mánuði ársins voru veitt ný lán til 34 sjóðfélaga, samtals að fjárhæð 426 milljónir.

Sjóðfélagar geta nálgast sundurliðun á verðbréfaeign sjóðsins, sem nemur meira en 1% af hreinni eign, með því að skrá sig inn á sjóðfélagavefinn hér efst á síðunni.