Frumraun meðal lífeyrissjóða

25.4.2014

Blað var brotið í sögu íslenskra lífeyrissjóða nýverið þegar fram fór fyrsta rafræna stjórnarkjör lífeyrissjóðs hérlendis svo vitað sé hjá Lífsverki, Lífeyrissjóði verkfræðinga. Var það vel við hæfi á sextugasta aldursári sjóðsins, en sjóðurinn var einnig fyrsti íslenski lífeyrissjóðurinn sem tók upp sjóðfélagalýðræði og byggði á aldurstengdri réttindaávinnslu frá upphafi. Tilgangur þess að innleiða rafræna kosningu var fyrst og fremst að gera sjóðfélögum auðveldara að nýta kosningarétt sinn og auka þannig þátttöku í stjórnarkjörinu.

Á aðalfundi sjóðsins í fyrra samþykktu sjóðfélagar að breyta samþykktum sjóðsins á þann veg að taka upp rafrænt stjórnarkjör á aðalmönnum í stjórn. Fimm menn skipa stjórn sjóðsins og kosið var um tvö stjórnarsæti að þessu sinni. Fjögur framboð bárust og náðu kjöri þau Brynja Baldursdóttir og Sigþór Sigurðsson.

Hjá sjóðnum ríkir það lýðræðislega fyrirkomulag að hver sjóðfélagi hefur eitt atkvæði. Rafrænt stjórnarkjör fór fram í gegnum sjóðfélagavef sjóðsins sem er einföld og þægileg leið fyrir sjóðfélaga til að nýta atkvæðisrétt sinn og hafa þannig áhrif á starfsemi síns lífeyrissjóðs. Það eykur verulega aðgengi sjóðfélaga sem búa utan höfuðborgarsvæðis að þátttöku í stjórnarkjöri, og stuðlar þannig enn frekar að lýðræðislegri niðurstöðu. Tilganginum varð náð þar sem um þrefalt fleiri tóku þátt að þessu sinni í stjórnarkjöri til aðalstjórnar en verið hefur síðustu ár með mætingu á aðalfundi sjóðsins.


Fréttir

Frumraun meðal lífeyrissjóða

Blað var brotið í sögu íslenskra lífeyrissjóða nýverið þegar fram fór fyrsta rafræna stjórnarkjör lífeyrissjóðs hérlendis svo vitað sé hjá Lífsverki, Lífeyrissjóði verkfræðinga. Var það vel við hæfi á sextugasta aldursári sjóðsins, en sjóðurinn var einnig fyrsti íslenski lífeyrissjóðurinn sem tók upp sjóðfélagalýðræði og byggði á aldurstengdri réttindaávinnslu frá upphafi. Tilgangur þess að innleiða rafræna kosningu var fyrst og fremst að gera sjóðfélögum auðveldara að nýta kosningarétt sinn og auka þannig þátttöku í stjórnarkjörinu.

Á aðalfundi sjóðsins í fyrra samþykktu sjóðfélagar að breyta samþykktum sjóðsins á þann veg að taka upp rafrænt stjórnarkjör á aðalmönnum í stjórn. Fimm menn skipa stjórn sjóðsins og kosið var um tvö stjórnarsæti að þessu sinni. Fjögur framboð bárust og náðu kjöri þau Brynja Baldursdóttir og Sigþór Sigurðsson.

Hjá sjóðnum ríkir það lýðræðislega fyrirkomulag að hver sjóðfélagi hefur eitt atkvæði. Rafrænt stjórnarkjör fór fram í gegnum sjóðfélagavef sjóðsins sem er einföld og þægileg leið fyrir sjóðfélaga til að nýta atkvæðisrétt sinn og hafa þannig áhrif á starfsemi síns lífeyrissjóðs. Það eykur verulega aðgengi sjóðfélaga sem búa utan höfuðborgarsvæðis að þátttöku í stjórnarkjöri, og stuðlar þannig enn frekar að lýðræðislegri niðurstöðu. Tilganginum varð náð þar sem um þrefalt fleiri tóku þátt að þessu sinni í stjórnarkjöri til aðalstjórnar en verið hefur síðustu ár með mætingu á aðalfundi sjóðsins.