Rafrænt stjórnarkjör jók þátttöku

11.4.2014

Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga var haldinn 10. apríl s.l. að Engjateigi í Reykjavík. Fundurinn var ágætlega sóttur.  Á fundinum flutti Þráinn Valur Hreggviðsson, formaður stjórnar ávarp. 

Auður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri, kynnti ársreikning sjóðsins vegna ársins 2013 ásamt nýrri fjárfestingarstefnu og áhættustýringu. Afkoma sjóðsins var góð á árinu 2013. Sjóðurinn í heild stækkaði um 14,2% á árinu og er hrein eign nú um 51 milljarðar króna. Nafnávöxtun samtryggingardeildar var 8,7% og nafnávöxtun fjárfestingarleiða séreignardeilda var á bilinu 4,6-14,3%.

Tryggingastærðfræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, kynnti niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar. Heildareignir voru 1,3% umfram heildarskuldbindingar í árslok og var staða sjóðsins því jákvæð.

Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar sjóðsins um að breyta nafni hans í Lífsverk lífeyrissjóður.

Rafrænt stjórnarkjör fór fram hjá sjóðnum í fyrsta sinn á sextugasta afmælisári sjóðsins.  Um þrefalt fleiri tóku þátt að þessu sinni í stjórnarkjöri til aðalstjórnar en verið hefur síðustu ár.  Nýir í aðalstjórn eru Brynja Baldursdóttir og Sigþór Sigurðsson. Í varastjórn voru kjörin á fundinum: Margrét Arnardóttir, Stefán Kári Sveinbjörnsson og Bjarki A. Brynjarsson.

Ársskýrslu sjóðsins má finna hér.


Fréttir

Rafrænt stjórnarkjör jók þátttöku

Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga var haldinn 10. apríl s.l. að Engjateigi í Reykjavík. Fundurinn var ágætlega sóttur.  Á fundinum flutti Þráinn Valur Hreggviðsson, formaður stjórnar ávarp. 

Auður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri, kynnti ársreikning sjóðsins vegna ársins 2013 ásamt nýrri fjárfestingarstefnu og áhættustýringu. Afkoma sjóðsins var góð á árinu 2013. Sjóðurinn í heild stækkaði um 14,2% á árinu og er hrein eign nú um 51 milljarðar króna. Nafnávöxtun samtryggingardeildar var 8,7% og nafnávöxtun fjárfestingarleiða séreignardeilda var á bilinu 4,6-14,3%.

Tryggingastærðfræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, kynnti niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar. Heildareignir voru 1,3% umfram heildarskuldbindingar í árslok og var staða sjóðsins því jákvæð.

Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar sjóðsins um að breyta nafni hans í Lífsverk lífeyrissjóður.

Rafrænt stjórnarkjör fór fram hjá sjóðnum í fyrsta sinn á sextugasta afmælisári sjóðsins.  Um þrefalt fleiri tóku þátt að þessu sinni í stjórnarkjöri til aðalstjórnar en verið hefur síðustu ár.  Nýir í aðalstjórn eru Brynja Baldursdóttir og Sigþór Sigurðsson. Í varastjórn voru kjörin á fundinum: Margrét Arnardóttir, Stefán Kári Sveinbjörnsson og Bjarki A. Brynjarsson.

Ársskýrslu sjóðsins má finna hér.