Lífeyrisgreiðslur 2013
Breytingar á lögum um almannatryggingar nr.100/2007 samþykktar á Alþingi 4. júlí 2013.
Breytingar gilda frá 1. júlí 2013. Leiðrétting vegna júlímánaðar verður greidd út 1.ágúst.
Ellilífeyrisþegar:
Frítekjumark vegna atvinnutekna ellílífeyrisþega hækkar úr 480.000 kr. í 1.315.200 kr á ársgrundvelli, eða sem svarar 109.600 kr á mánuði frá 1.júlí 2013.
Elli, örorku og endurhæfingarlífeyrisþegar:
Lífeyrissjóðstekjur munu ekki lengur hafa áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga.
Breytingar geta leitt til hækkunar lífeyrisgreiðslna hjá um 15% lífeyrisþegna. Þeir sem eru 67 ára og eldri og hafa ekki þegar sótt um ellilífeyri eru hvattir til að skoða rétt sinn til greiðslna.
Sjá nánar hér