Niðurstöður aðalfundar
Að loknum aðalfundi Lífsverks í gær skipti stjórn með sér verkum og verður Eva Hlín Dereksdóttir áfram stjórnarformaður og Agnar Kofoed-Hansen varaformaður stjórnar. Þau Eva Hlín og Agnar fengu ekki mótframboð í aðdraganda aðalfundar og því kom ekki til rafrænna kosninga sjóðfélaga um stjórnarsætin. Aðrir stjórnarmenn eru Agni Ásgeirsson, Georg Lúðvíksson og Margrét Arnardóttir.
Í kosningu til varastjórnar voru Gnýr Guðmundsson og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir endurkjörin en auk þeirra er varastjórn skipuð Höllu Guðrúnu Jónsdóttur og Þorbergi Steini Leifssyni. Jóhann Þór Jóhannsson og Thomas Möller voru endurkjörnir í endurskoðunarnefnd en auk þeirra er Margrét Arnarsdóttir skipuð af stjórn.
Á fundinum flutti Eva Hlín Dereksdóttir skýrslu stjórnar, Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri, fór fyrir ársreikning 2023, Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur fór yfir tryggingafræðilega stöðu og Guðrún Inga Ingólfsdóttir, forstöðumaður eignastýringar, fór yfir fjárfestingarstefnu. Lagðar voru til samþykktarbreytingar, annars vegar um heimild til að senda út rafræn yfirlit í samræmi við breytingar sem orðið hafa á lögum og hins vegar var bráðabirgðaákvæði fellt brott, þar sem ákvæðið var háð tímatakmörkunum og átti því ekki lengur við.
Ársskýrslu sjóðsins 2023 er að finna hér.