Lækkun vaxta á sjóðfélagalánum

17.12.2021

Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að lækka vexti á verðtryggðum lánum til sjóðfélaga og tekur breytingin gildi 1. febrúar nk.

Vaxtabreytingin tekur bæði til lána með breytilegum vöxtum og lána með föstum vöxtum út lánstímann og nemur 0,2%. Breytilegir vextir verðtryggðra lána verða 1,7% og fastir vextir verðtryggðra lána verða 3,2%. Vextir óverðtryggðra lána verða óbreyttir, 4,25%.

Breytingin tekur til grunnlána sjóðsins en lánað er fyrir allt að 70% af virði eignar samkvæmt kaupsamningi eða fasteignamati. Álag á viðbótarlán er óbreytt. Lánsfjárhæð grunnlána getur numið allt að 70 milljónum króna og viðbótarlána 30 milljónum króna. Fyrstu kaupendum býðst að taka allt að 85% lán hjá sjóðnum.

Lánareglur sjóðsins má nálgast hér:   https://www.lifsverk.is/sjodfelagalan/lanareglur/


Fréttir

Lækkun vaxta á sjóðfélagalánum

Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að lækka vexti á verðtryggðum lánum til sjóðfélaga og tekur breytingin gildi 1. febrúar nk.

Vaxtabreytingin tekur bæði til lána með breytilegum vöxtum og lána með föstum vöxtum út lánstímann og nemur 0,2%. Breytilegir vextir verðtryggðra lána verða 1,7% og fastir vextir verðtryggðra lána verða 3,2%. Vextir óverðtryggðra lána verða óbreyttir, 4,25%.

Breytingin tekur til grunnlána sjóðsins en lánað er fyrir allt að 70% af virði eignar samkvæmt kaupsamningi eða fasteignamati. Álag á viðbótarlán er óbreytt. Lánsfjárhæð grunnlána getur numið allt að 70 milljónum króna og viðbótarlána 30 milljónum króna. Fyrstu kaupendum býðst að taka allt að 85% lán hjá sjóðnum.

Lánareglur sjóðsins má nálgast hér:   https://www.lifsverk.is/sjodfelagalan/lanareglur/