Kynning frambjóðenda til aðalstjórnar
Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk 25. mars sl. og bárust sjö gild framboð karla. Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 8.-17. apríl nk. á sjóðfélagavef Lífsverks.
Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk 25. mars sl. og bárust sjö framboð karla innan frestsins en aðeins eitt framboð kvenna. Öllum framboðum fylgdi tilskilinn fjöldi meðmælenda og hefur kjörnefnd úrskurðað þau öll gild.
Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður sjóðsins, sóttist eftir endurkjöri og er hún sjálfkjörin í stjórn til næstu þriggja ára.
Kjósa þarf um stjórnarsæti karls. Frambjóðendur eru eftirtaldir, hægt er að skoða kynningu á hverjum frambjóðenda með því að velja nafn viðkomandi, fleiri kynningar bætast við á næstu dögum:
Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 8.-17. apríl nk. á sjóðfélagavef á vefsvæði sjóðsins. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Sjóðfélögum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði á venjubundnum afgreiðslutíma á skrifstofu sjóðsins, á meðan kosning stendur yfir.
Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar, þ.e. þeir sem greitt hafa til samtryggingardeildar sjóðsins og eiga hjá honum réttindi og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn.
Aðalfundi frestað
Í ljósi aðstæðna hefur aðalfundi Lífsverks, sem fram átti að fara 21. apríl, verið frestað til þriðjudagsins 19. maí kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn að Engjateigi 9, kjallara.