Kynning frambjóðenda til aðalstjórnar
Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk 19. mars sl. og bárust sjö framboð innan frestsins. Öllum framboðum fylgdi tilskilinn fjöldi meðmælenda og hefur kjörnefnd úrskurðað þau öll gild. Kosið er um tvo stjórnarmenn til næstu þriggja ára, eina konu og einn karl.
Frambjóðendur eru eftirtaldir:
Eva Hlín Dereksdóttir
Freyr Ólafsson
Gnýr Guðmundsson
Helga Viðarsdóttir
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir
Sverrir Bollason
Unnar Hermannsson
Samkvæmt samþykktum sjóðsins skulu stjórnarmenn ekki sitja sem kjörnir aðalmenn lengur í stjórn en þrjú kjörtímabil (níu ár). Af þeim sökum hverfur Valur Hreggviðsson, núverandi stjórnarformaður, nú úr stjórn. Þá hefur Helena Sigurðardóttir ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Opið verður fyrir rafrænar kosningar á sjóðfélagavefnum dagana 9. – 13. apríl. Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar, þ.e. þeir sem greitt hafa til samtryggingardeildar sjóðsins og eiga hjá honum réttindi og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Til að nýta atkvæðisrétt sinn nægir að skrá sig inn á sjóðfélagavefinn (innskráning hér efst á síðunni) með rafrænum skilríkjum í farsíma eða með notandanafni og lykilorði. Sjóðfélagar munu einnig eiga þess kost að greiða atkvæði rafrænt á skrifstofu sjóðsins sömu daga og kosning fer fram, á venjulegum afgreiðslutíma sjóðsins.
Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn.