Kosningu til aðalstjórnar lauk á miðnætti 17.apríl
Úrslit verða kunngerð á aðalfundi 19.maí
Kosningu til aðalstjórnar lauk á miðnætti 17.apríl. Alls nýttu 465 sjóðfélagar kosningarétt sinn.
Stjórn Lífsverks skal skipuð 5 mönnum og 5 til vara, stjórnarmenn eru kjörnir af stjóðfélögum til 3 ára í senn. Tvö árin skulu tveir sjtórnarmenn kjörnir í hvort sinn og þriðja árið skal einn stjórnarmaður kjörinn. Í ár var kosið um tvö stjórnarsæti, karl og konu. Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður sjóðsins, sóttist eftir endurkjöri og er hún sjálfkjörin í stjórn til næstu þriggja ára. Sjö gild framboð bárust um stjórnarsæti karls.
Lífsverk þakkar sjóðfélögum fyrir góða kosningaþátttöku.