Guðrún Inga Ingólfsdóttir til Lífsverks

Guðrún Inga Ingólfsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður eignastýringar hjá Lífsverki lífeyrissjóði og hefur störf í september.

20.8.2021

Guðrún Inga hefur langa reynslu af fjármálamörkuðum og hefur frá árinu 2010 verið staðgengill forstöðumanns eignastýringar Gildis-lífeyrissjóðs, en áður starfaði hún meðal annars við stefnumótun fyrirtækja og viðskiptaráðgjöf í Bandaríkjunum og á Íslandi. Guðrún Inga er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðahagfræði og –fjármálum frá Brandeis International Business School í Boston. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.Gudrun-Inga

„Ég hlakka til að ganga til liðs við Lífsverk lífeyrissjóð og leiða áframhaldandi uppbyggingu og eflingu eignastýringar sjóðsins til heilla fyrir alla sjóðfélaga.“

Eymundur Freyr Þórarinsson, sérfræðingur í eignastýringu hjá Lífsverki verður staðgengill forstöðumanns.

Við bjóðum Guðrúnu Ingu velkomna til starfa og hlökkum til að fá hana í öflugt teymi eignastýringar hjá Lífsverki. Jafnframt er Hreggviði Ingasyni, sem starfað hefur hjá sjóðnum í tæp 6 ár, þökkuð vel unnin störf.


Fréttir

Guðrún Inga Ingólfsdóttir til Lífsverks

Guðrún Inga Ingólfsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður eignastýringar hjá Lífsverki lífeyrissjóði og hefur störf í september.

Guðrún Inga hefur langa reynslu af fjármálamörkuðum og hefur frá árinu 2010 verið staðgengill forstöðumanns eignastýringar Gildis-lífeyrissjóðs, en áður starfaði hún meðal annars við stefnumótun fyrirtækja og viðskiptaráðgjöf í Bandaríkjunum og á Íslandi. Guðrún Inga er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðahagfræði og –fjármálum frá Brandeis International Business School í Boston. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.Gudrun-Inga

„Ég hlakka til að ganga til liðs við Lífsverk lífeyrissjóð og leiða áframhaldandi uppbyggingu og eflingu eignastýringar sjóðsins til heilla fyrir alla sjóðfélaga.“

Eymundur Freyr Þórarinsson, sérfræðingur í eignastýringu hjá Lífsverki verður staðgengill forstöðumanns.

Við bjóðum Guðrúnu Ingu velkomna til starfa og hlökkum til að fá hana í öflugt teymi eignastýringar hjá Lífsverki. Jafnframt er Hreggviði Ingasyni, sem starfað hefur hjá sjóðnum í tæp 6 ár, þökkuð vel unnin störf.