Fréttir: 2023

Linda- Heimasíða

Linda Hrönn Hermannsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri Lífsverks. - 28.12.2023

Linda Hrönn Hermannsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði og hefur þegar hafið störf.

Frumvarpið ávísun á langvarandi málaferli. - 21.11.2023

Umsögn sem unnin var af LOGOS lögmannsþjónustu hefur verið skilað inn samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps fjármála-og efnahagsráðherra um ÍL-sjóð. 

Lykillinn að góðri framtíð er að huga að henni strax

Lífsverk óskar eftir að ráða traustan og drífandi einstakling í starf áhættustjóra - 10.11.2023

Áhættustjóri ber ábyrgð á áhættustýringu sjóðsins auk þess að koma að greiningarvinnu og eftirfylgni á sviði eignastýringar.

Tilkynning um vaxtabreytingu sjóðfélagalána - 27.10.2023

Stjórn Lífsverks hefur tekið ákvörðun um breytingar á vöxtum sjóðfélagalána

Nýr sjóðfélagavefur og yfirlit - 16.10.2023

Lífsverk hefur tekið í notkun nýjan og bættan sjóðfélagavef. Nýr vefur er mikið framfaraskref þar sem sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi, séreign, iðgjöld og lánamál á einfaldan hátt.

Áminning til sjóðfélaga vegna framlengingar séreignarsparnaðar inn á lán. - 21.9.2023

Við minnum sjóðfélaga okkar á að frestur til að samþykkja áframhaldandi ráðstöfun inn á lán er til og með 30. september 2023. Eftir það gilda umsóknir aðeins frá þeim mánuði þegar þær berast.

Vaxtabreyting þann 1.október - 31.8.2023

Stjórn Lífsverks hefur tekið ákvörðun um breytingar á vöxtum sjóðfélagalána frá 1. október.

 

Umfjöllun um sölu á hlut í Kerecis hf. - 12.7.2023

Lífsverk tekur undir árnaðaróskir til forsvarsmanna og eigenda Kerecis hf. sem njóta nú góðs af merku frumkvöðlastarfi með sölu félagsins til Coloplast. Nokkur umfjöllun hefur verið um aðkomu íslenskra lífeyrissjóða að félaginu og hefur þáttur Lífsverks sérstaklega verið dreginn fram í því samhengi. Af þessu tilefni vill sjóðurinn taka fram eftirfarandi:

Nýjar lánareglur Lífsverks lífeyrissjóðs - 1.7.2023

Nýjar lánareglur sjóðfélagalána Lífsverks lífeyrissjóðs hafa verið samþykktar af stjórn sjóðsins og taka gildi frá og með 1. júlí, 2023

Lífsverk flytur á Laugaveg 182, 2.hæð. Skrifstofan verður lokuð fimmtudaginn 11.janúar og föstudaginn 12.janúar.

Opið fyrir framlengingu ráðstöfunar séreignarsparnaðar - 30.6.2023

Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán geta nú óskað eftir því að ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán haldi áfram.

Vaxtabreyting 1.ágúst - 28.6.2023

Til samræmis við síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands hefur stjórn Lífsverks tekið ákvörðun um breytingar á vöxtum sjóðfélagalána frá 1. ágúst. Nánar

Serey-morm-Z9G2Cm3n080-unsplash

Heimild til nýtingar séreignarsparnaðar framlengd - 21.6.2023

Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna hefur verið framlengd út árið 2024.

Arnarstapi

Breyttar samþykktir staðfestar - 31.5.2023

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nú staðfest breytingar á samþykktum Lífsverks, sem samþykktar voru á aðalfundi sjóðsins í apríl. 

Óheimil áform ríkisins baka því skaðabótaskyldu - 12.5.2023

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði byggja á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum og fela í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins. 

Hugaðu til framtíðar

Agni nýr í aðalstjórn Lífsverks - 26.4.2023

Niðurstöður í rafrænum kosningum um stjórnarsæti voru kynnt á aðalfundi Lífsverks í gær.

Lykillinn að góðri framtíð er að huga að henni strax

Vaxtabreyting 1. júní - 26.4.2023

Vextir óverðtryggðra grunnlána hækka úr 7,95% í 8,95% og vextir verðtryggðra grunnlána með breytilegum vöxtum hækka úr 2,1% í 2,3%.

Dagskrá og tillögur fyrir aðalfund - 11.4.2023

Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn að Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00

Um sjóðinn

Þrír í framboði til aðalstjórnar Lífsverks - 5.4.2023

Framboðsfresti lauk 27. mars sl. og bárust þrjú framboð karla innan frestsins. Aðeins ein kona gaf kost á sér, Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður, sem sóttist eftir endurkjöri. Öllum framboðum fylgdi tilskilinn fjöldi meðmælenda og hefur kjörnefnd úrskurðað þau öll gild. Margrét er því sjálfkjörin í stjórn til næstu þriggja ára. 

Stjórn Lífsverk

Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör - 5.4.2023

Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 14. – 21. apríl. 

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Margrét Arnardóttir, núverandi stjórnarmaður, sóttist eftir endurkjöri og er hún sjálfkjörin í stjórn. Kjósa þarf um stjórnarsæti karls.

Lykillinn að góðri framtíð er að huga að henni strax

Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör - 7.3.2023

Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn að Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00.

Samtöl lífeyrissjóða við ríkið engu skilað. - 28.2.2023

Fundur tuttugu lífeyrissjóða, stærstu eigenda skuldabréfa ÍL-sjóðs, telur að óbreyttu ekki grundvöll fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Fulltrúar ráðuneytisins hafa ekki komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna um fullar efndir af hálfu íslenska ríkisins í umleitunum þess um mögulegt uppgjör. 

Vaxtabreyting 1. apríl - 23.2.2023

Óverðtryggðir vextir hækka í 7,95% og verðtryggðir í 2,10% frá og með 1. apríl.

Stjórn Lífsverks hefur ákveðið að vextir óverðtryggðra grunnlána til sjóðfélaga verði 7,95% frá og með 1. apríl. Jafnframt munu vextir verðtryggðra grunnlána hækka frá sama tíma og verða 2,10%. Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum út lánstímann verða óbreyttir, 3,20%.

Sigrún Eyjólfsdóttir ráðin markaðs- og kynningarstjóri - 24.1.2023

Sigrún Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði. Sigrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði markaðs- og kynningarmála ásamt starfi persónuverndarfulltrúa. 

Nýjar réttindatöflur og hækkun lágmarksiðgjalds - 2.1.2023

Frá 1. janúar taka gildi nýjar réttindatöflur, sem kynntar voru á aðalfundi sjóðsins í apríl sl. Er það í samræmi við grein 6.2 í samþykktum, sem kveður á um það að ef mismunur á verðmæti iðgjalda og framtíðarskuldbindinga reiknist meira en 3% af framtíðarskuldbindingum eða minna en -1% skuli reikna nýjar réttindatöflur fyrir sjóðinn til að jafna þennan mun. Skulu nýjar töflur kynntar á aðalfundi sjóðsins og taka gildi frá og með næstu áramótum þaðan í frá.