Fjárfestingarstefna fyrir 2025 samþykkt

5.12.2024

Stjórn Lífsverks hefur samþykkt Fjárfestingarstefnu fyrir samtryggingardeild og séreignardeildir sjóðsins fyrir árið 2025. Stefnuna í heild sinni má nálgast hér.

Í fjárfestingarstefnu er sett fram stefna um eignarhlut í helstu eignaflokkum auk yfirflokka og gefin upp tiltekin vikmörk fyrir hvern flokk. Rétt er þó að taka fram að ef ástæða þykir til getur stjórn ávallt ákveðið að gera breytingar á stefnunni. Það ætti t.d. við ef aðstæður á markaði breyttust verulega og nauðsynlegt væri fyrir sjóðinn að bregðast við.

Nokkrar breytingar eru gerðar á stefnu samtryggingardeildar milli ára. Helstu breytingar eru þær að hlutfall hlutabréfa er aukið úr 48% í 50% á kostnað skuldabréfa. Dregið er úr vægi innlendra hlutabréfa um 2% en hlutfall erlendra hlutabréfa aukið um 4%. Samkvæmt stefnunni vega þá innlend hlutabréf 20% en erlend hlutabréf 30%. Stefnt er að því að hlutfall erlendra eigna í heild í árslok 2025 verði 34%. Langtímamarkmið er að auka hlutfall erlendra eigna enn frekar. Vægi einstakra skuldabréfaflokka innan skuldabréfahluta eignasafnsins er hnikað til frá fyrri stefnu án þess að um veigamiklar breytingar sé að ræða. Þá er sem fyrr lögð áhersla á græn skuldabréf og er stefnt að því að vægi þeirra verði 6% af eignasafni í lok árs 2025.

Stýring séreignarleiðanna var færð frá Kviku yfir til Lífsverks sumarið 2024. Fjárfestingarstefna séreignarleiðanna tekur töluverðum breytingum milli ára. Það helsta er hækkun á erlendum eignum með sérstaka áherslu á aukningu meðal erlendra hlutabréfa en hlutfall erlendra hlutabréfa er aukið um 5% fyrir Lífsverk 1 og Lífsverk 2.

Í Lífsverki 1 verður hlutfall erlendra hlutabréfa 30% en hlutfall innlendra hlutabréfa 25%. Stefnt er því að því að hlutfall hlutabréfa í eignasafninu verði 55% en á móti vega skuldabréf 45%. Vikmörk hlutabréfa verða óbreytt, eða 20 – 60%. Stefnt er að því að hlutfall erlendra eigna í heild í árslok 2025 verði 34%. Langtímamarkmið er að auka hlutfall erlendra eigna enn frekar.

Í Lífsverki 2 er heildarhlutfall hlutabréfa 35% eftir breytingu, hlutfall innlendra hlutabréfa 15% og erlendra hlutabréfa 20%. Vikmörk hlutabréfa eru aukin lítillega, eða úr 10 – 45% í 10-50%. Skuldabréfahluti Lífsverks 2 vegur 65% af eignasafni. Stefnt er að því að hlutfall erlendra eigna í heild í árslok 2025 verði 25%. Langtímamarkmið er að auka hlutfall erlendra eigna enn frekar.

Lífsverk 3 samanstendur af innlánum og skuldabréfum. Hlutfall innlána er lækkað milli ára úr 10% í 8% en hlutfall skuldabréfa aukið úr 90% í 92%. Stefnt er að því að erlendar eignir verði 2% af safninu sem er allt innan skuldabréfa.


Fréttir

Fjárfestingarstefna fyrir 2025 samþykkt

Stjórn Lífsverks hefur samþykkt Fjárfestingarstefnu fyrir samtryggingardeild og séreignardeildir sjóðsins fyrir árið 2025. Stefnuna í heild sinni má nálgast hér.

Í fjárfestingarstefnu er sett fram stefna um eignarhlut í helstu eignaflokkum auk yfirflokka og gefin upp tiltekin vikmörk fyrir hvern flokk. Rétt er þó að taka fram að ef ástæða þykir til getur stjórn ávallt ákveðið að gera breytingar á stefnunni. Það ætti t.d. við ef aðstæður á markaði breyttust verulega og nauðsynlegt væri fyrir sjóðinn að bregðast við.

Nokkrar breytingar eru gerðar á stefnu samtryggingardeildar milli ára. Helstu breytingar eru þær að hlutfall hlutabréfa er aukið úr 48% í 50% á kostnað skuldabréfa. Dregið er úr vægi innlendra hlutabréfa um 2% en hlutfall erlendra hlutabréfa aukið um 4%. Samkvæmt stefnunni vega þá innlend hlutabréf 20% en erlend hlutabréf 30%. Stefnt er að því að hlutfall erlendra eigna í heild í árslok 2025 verði 34%. Langtímamarkmið er að auka hlutfall erlendra eigna enn frekar. Vægi einstakra skuldabréfaflokka innan skuldabréfahluta eignasafnsins er hnikað til frá fyrri stefnu án þess að um veigamiklar breytingar sé að ræða. Þá er sem fyrr lögð áhersla á græn skuldabréf og er stefnt að því að vægi þeirra verði 6% af eignasafni í lok árs 2025.

Stýring séreignarleiðanna var færð frá Kviku yfir til Lífsverks sumarið 2024. Fjárfestingarstefna séreignarleiðanna tekur töluverðum breytingum milli ára. Það helsta er hækkun á erlendum eignum með sérstaka áherslu á aukningu meðal erlendra hlutabréfa en hlutfall erlendra hlutabréfa er aukið um 5% fyrir Lífsverk 1 og Lífsverk 2.

Í Lífsverki 1 verður hlutfall erlendra hlutabréfa 30% en hlutfall innlendra hlutabréfa 25%. Stefnt er því að því að hlutfall hlutabréfa í eignasafninu verði 55% en á móti vega skuldabréf 45%. Vikmörk hlutabréfa verða óbreytt, eða 20 – 60%. Stefnt er að því að hlutfall erlendra eigna í heild í árslok 2025 verði 34%. Langtímamarkmið er að auka hlutfall erlendra eigna enn frekar.

Í Lífsverki 2 er heildarhlutfall hlutabréfa 35% eftir breytingu, hlutfall innlendra hlutabréfa 15% og erlendra hlutabréfa 20%. Vikmörk hlutabréfa eru aukin lítillega, eða úr 10 – 45% í 10-50%. Skuldabréfahluti Lífsverks 2 vegur 65% af eignasafni. Stefnt er að því að hlutfall erlendra eigna í heild í árslok 2025 verði 25%. Langtímamarkmið er að auka hlutfall erlendra eigna enn frekar.

Lífsverk 3 samanstendur af innlánum og skuldabréfum. Hlutfall innlána er lækkað milli ára úr 10% í 8% en hlutfall skuldabréfa aukið úr 90% í 92%. Stefnt er að því að erlendar eignir verði 2% af safninu sem er allt innan skuldabréfa.