Anna María Ágústsdóttir til Lífsverks
Anna María Ágústsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í eignastýringu hjá Lífsverki lífeyrissjóði og hefur þegar hafið störf.
Anna María hefur áralanga reynslu af fjármálamörkuðum og vann í eignastýringu Lífeyrissjóðs verslunarmanna á árunum 2011 – 2019, en áður starfaði hún meðal annars hjá Byr sparisjóð og Arion banka við eignastýringu og fjárstýringu og hjá Landsbankanum við greiningu verðbréfamarkaða. Anna María er með Cand.oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál. Þá hefur hún einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
„Ég hlakka til að ganga til liðs við Lífsverk lífeyrissjóð og leiða stýringu á innlendu hlutabréfasafni sjóðsins ásamt því að taka þátt í uppbyggingu og eflingu eignastýringar hjá ört vaxandi sjóði.“
Við bjóðum Önnu Maríu velkomna til starfa og hlökkum til að fá hana í öflugt teymi eignastýringar hjá Lífsverki.