Allt að 85% lánshlutfall vegna fyrstu kaupa
Stjórn Lífsverks hefur samþykkt nýjar lánareglur fyrir sjóðinn sem taka gildi 1.mars. Helsta breytingin er sú að nú gefst sjóðfélögum, sem eru að kaupa sína fyrstu eign, kostur á láni upp að 85% veðhlutfalli af söluvirði samkvæmt kaupsamningi.
Þetta er breyting frá því sem áður var en hámarksveðhlutfall var 75% af söluvirði.
Með þessari breytingu vill stjórn sjóðsins koma sérstaklega til móts við þá sjóðfélaga sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign.
Hámark viðbótarláns vegna fyrstu kaupa verða 5 milljónir króna, miðað við 75%- 85% veðhlutfall. Vextir viðbótarlána bera 0,6% álag á vexti grunnlána hjá sjóðnum, sem eru nú 3,50% á verðtryggðum lánum og 5,70% á óverðtryggðum lánum. Hægt er að taka
grunnlán hjá sjóðnum fyrir allt að 45 milljónir króna.
Samhliða þessum breytingum hefur verið ákveðið að bjóða nýjan flokk verðtryggðra lána með föstum vöxtum út lánstímann. Sjóðfélagar geta því valið milli verðtryggðra lána með breytilegum eða föstum vöxtum, eða óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum.
Ekki er lengur gert að skilyrði að greiða þurfi iðgjöld í 4 mánuði til að öðlast lánsrétt hjá sjóðnum. Nóg er að vera sjóðfélagi en greiða þarf lágmarksiðgjald á ári til að njóta bestu kjara. Lífeyrisþegar hjá sjóðnum eiga einnig lánsrétt, sem og þeir sem eingöngu greiða viðbótarsparnað til sjóðsins.
Sjá má lánareglur sjóðsins hér.