Fréttir: 2019
Opnunartími um hátíðar
Skrifstofa Lífsverks verður opin á hefðbundnum skrifstofutíma frá kl. 9 til 16 á Þorláksmessu. Lokað verður á aðfangadag og gamlársdag, auk hefðbundinna frídaga um jól og á nýársdag.
Breyting á lánareglum og lækkun á vöxtum húsnæðislána frá 1. janúar 2020
Stjórn Lífsverks hefur ákveðið lækkun vaxta á sjóðfélagalánum og breytingu á lánareglum, tekur breytingin gildi frá og með 1. janúar nk.
Ár er síðan samkomulag var gert um forgang sjóðfélaga að íbúðum í Mörk
Frá 1. nóvember 2018 hefur sjóðfélögum Lífsverks boðist forgangur við úthlutun íbúða fyrir eldri borgara í Mörkinni en mikil eftirsókn hefur verið...
Vextir sjóðfélagalána lækka frá 1.des 2019
Stjórn Lífsverks hefur ákveðið lækkun vaxta á sjóðfélagalánum og tekur breytingin gildi frá og með 1. desember nk
Gengi sjóða Gamma fært niður
Bókfært verð eftir niðurfærslu er 83,5 milljónir króna og hefur því lækkað um 43 milljónir króna eða sem nemur um 0,05% af eignum samtryggingardeildar.
Góð ávöxtun á fyrri hluta ársins
Ávöxtun á verðbréfamörkuðum hefur verið mjög hagstæð undanfarna mánuði og hefur það haft jákvæð áhrif á ávöxtun bæði samtryggingardeildar Lífsverks og séreignarleiða sjóðsins.
Framlenging ráðstöfunar séreignarsparnaðar
Umsækjendur með virka ráðstöfun þurfa að sækja um að gildistími umsóknar sé framlengdur fyrir 30.sept 2019.
Vextir sjóðfélagalána lækka frá 1.júlí 2019
Frá og með 1.júlí nk. lækka vextir á verðtryggðum og óverðtryggðum grunnlánum og viðbótarlánum Lífsverks.
Mikil tækifæri í sjálfbærum skuldabréfum
Hreggviður Ingason forstöðumaður eignastýringar Lífsverks ásamt Eyrúnu Einarsdóttur áhættustjóra hjá Birtu skrifuðu grein sem birtist í Viðskiptablaðinu 9.maí um tækifærin í sjálfbærum skuldabréfum.
Eymundur ráðinn í eignastýringu Lífsverks
„Það eru spennandi verkefni framundan í eignastýringunni við að skoða fjárfestingakosti og fylgja eftir ábyrgri fjárfestingastefnu sjóðsins,“ segir Eymundur.
Niðurstöður aðalfundar
Stjórn Lífsverks er óbreytt frá fyrra ári, en varastjórn tók breytingum. Arnar Ingi Einarsson tók sæti í varastjórn, Sverrir Bollason gaf einnig kost á sér en Arnar hafði betur í atkvæðagreiðslu.
Björn Ágúst áfram í stjórn Lífsverks
Framboðsfrestur til stjórnar Lífsverks rann út 12. mars sl. Tvö framboð bárust innan tilskilins frests en annað var dregið til baka. Björn Ágúst Björnsson, stjórnarformaður Lífsverks, sóttist eftir endurkjöri og mat kjörnefnd framboð hans gilt.
Breyting á lánareglum
Stjórn Lífsverks hefur samþykkt breytingar á lánareglum sjóðsins sem taka gildi 1. mars. Í breytingunum felst að hámark veðhlutfalls sjóðfélagalána er lækkað úr 75% í 70% og vaxtamunur grunnlána og viðbótarlána er aukinn úr 0,6% í 1,0%. Vextir sjóðfélagalána verða að öðru leyti óbreyttir. Breytingin hefur engin áhrif á núverandi lán hjá sjóðnum.
Aðalfundur og rafrænt stjórnarkjör
Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs verður haldinn í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, Reykjavík, þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00. Auglýst er eftir framboðum til stjórnar, framboðsfrestur er til 12.mars.
Ávöxtun séreignarleiða 2018
Erfitt ár á erlendum mörkuðum, styrking krónunnar undir lok árs og lækkun á innlendum hlutabéfamarkaði hafði áhrif á ávöxtun séreignarleiða 2018, en 2019 byrjar vel og hafa erlendir hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér og ávöxtun allra séreignarleiða Lífsverks verið mjög góð.
Lífsverk fjárfestir í geoSilica
Lífsverk hefur fjárfest í nýsköpunarfyrirtækinu geoSilica fyrir 50 milljónir króna. Við þau kaup eignaðist lífeyrissjóðurinn 6,7% hlut í fyrirtækinu og varð fyrsti lífeyrissjóðurinn til að fjárfesta í félaginu.