Gengi sjóða Gamma fært niður
Bókfært verð eftir niðurfærslu er 83,5 milljónir króna og hefur því lækkað um 43 milljónir króna eða sem nemur um 0,05% af eignum samtryggingardeildar.
Lífsverk er meðal hlutdeildarskírteinishafa í
fagfjárfestasjóðnum Gamma Anglia en eins og fram hefur komið í fréttum var
gengi sjóðsins fært niður um nálægt helming í gær. Anglia hefur fjárfest í
fasteignaverkefnum í Bretlandi og nemur eign Lífsverks 3,5% af sjóðnum.
Kaupverð hlutarins í júní 2017 var 126,5 milljónir króna. Bókfært verð eftir
niðurfærslu er 83,5 milljónir króna og hefur því lækkað um 43 milljónir króna
eða sem nemur um 0,05% af eignum samtryggingardeildar. Þess má geta í því samhengi að nafnávöxtun á fyrstu 6 mánuðum ársins 2019 var 9,6%.
Hér má sjá frétt um góða ávöxtun Lífsverks á fyrri hluta árs.
Tilkynnt var jafnframt í gær að gengi fagfjárfestasjóðsins Gamma Novus hefði verið fært niður að nánast öllu leyti eða úr 4,4 milljörðum króna um síðustu áramót niður í 42 milljónir króna. Lífsverk á hvorki hlutdeildarskírteini í þeim sjóði né skuldabréf og hefur þessi niðurfærsla því engin áhrif á eignir Lífsverks.