Auglýst eftir framboðum.
Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum til stjórnar Lífsverks. Framboðsfrestur er til 17.mars.
Kjörtímabili Georgs Lúðvíkssonar í aðalstjórn lýkur í vor en fyrir liggur að hann mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum til stjórnar Lífsverks.
Kosið verður rafrænt um einn aðalmann í stjórn (karl eða konu), auk þess sem tveir varamenn verða kosnir á aðalfundi.
Framboðsfrestur til aðalstjórnar er til 17. mars. Framboðum skal skilað til skrifstofu sjóðsins, b.t. kjörnefndar, ásamt minnst fimm og mest tíu meðmælendum úr hópi sjóðfélaga. Þeir sjóðfélagar sem hafa hug á því að bjóða sig fram eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn sjóðsins til að koma á framfæri stuttri kynningu til birtingar á vefsvæði sjóðsins. Um hæfiskilyrði stjórnarmanna vísast til 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
Nálgast má reglur kjörnefndar og frekari upplýsingar um stjórnarkjör hér.