Vaxtabreyting 1.ágúst
Til samræmis við síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands hefur stjórn Lífsverks tekið ákvörðun um breytingar á vöxtum sjóðfélagalána frá 1. ágúst. Nánar
Vextir óverðtryggðra lána hækka um 1,25% til samræmis við síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands og fara í 10,20%. Vextir verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hækka um 0,1% og fara í 2,40%. Vextir verðtryggðra lána með föstum vöxtum haldast óbreyttir eða 3,20%.
Allar nánari upplýsingar og lánareglur sjóðsins má finna undir flipanum sjóðfélagalán á heimasíðu Lífsverks.