Tveir í framboði til aðalstjórnar
Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 12.-22. apríl nk. á sjóðfélagavef á vefsvæði sjóðsins.
Framboðsfresti til aðalstjórnar Lífsverks lauk 29. mars sl. og bárust tvö framboð um eitt stjórnarsæti, sem kosið er um að þessu sinni. Kjörnefnd hefur komið saman og úrskurðað framboðin gild.
Í framboði eru Bergur Ebbi Benediktsson og Georg Lúðvíksson.
Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 12.-22. apríl nk. á sjóðfélagavef á vefsvæði sjóðsins. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Sjóðfélögum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði á venjubundnum afgreiðslutíma á skrifstofu sjóðsins, á meðan kosning stendur yfir.
Allir sjóðfélagar njóta kosningaréttar, þ.e. þeir sem greitt hafa til samtryggingardeildar sjóðsins og eiga hjá honum réttindi og á það einnig við um elli- og örorkulífeyrisþega. Eru sjóðfélagar hvattir til að nýta kosningarétt sinn.
Kynning frambjóðenda og úrskurður kjörnefndar er hér meðfylgjandi: Bergur Ebbi Benediktsson - kynning , Georg Lúðvíksson - kynning , Úrskurður kjörnefndar .