Sumarverkefni í ábyrgum fjárfestingum fyrir háskólanema
Lífsverk auglýsir eftir háskólanemum í verkefnavinnu sumarið 2020
Lífsverk auglýsir eftir háskólanemum í verkefnavinnu sumarið 2020
Um er að ræða verkefni á sviði ábyrgra fjárfestinga, verkefnin eru eftirfarandi:
- Kostgæfnisathugun á mótaðilum Lífsverks
- Áhættugreining eigna í safni Lífsverks
- Samanburðargreining á stefnum um ábyrgar fjárfestingar
- Uppsetningu skýrslugerðartóls
Gert er ráð fyrir að ráða fjóra stúdenta sem hafa brennandi áhuga á ábyrgum fjárfestingum.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa klárað 1 ár í háskóla og vera í námi, hann/hún þarf að hafa tölvu til umráða við verkefnið, en vinnutími og staðsetning er frjáls.
Ábyrgð hvers og eins er skilgreind í verkefnalýsingu og haldið verður utan um verkefni með vikulegum stöðufundum og framvinduskýrslum.
Umsóknarfrestur er til og með 8.júní nk. Verkefnum þarf að vera lokið 15.ágúst.
Verkefnalýsing:
Kostgæfnisathugun
Verkefnið snýst um að framkvæma kostgæfnisathugun á mótaðilum Lífsverks í samræmi við Viðauka I í stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Í því felst að setja upp verkferil um framkvæmdina, vera í sambandi við mótaðila og vinna úr niðurstöðunum á skilmerkilegan hátt.
Áhættugreining eigna í safni Lífsverks
Verkefnið snýst um að meta hverja og eina eign í safni Lífsverks í samræmi við þann mælikvarða sem Lífsverk hefur sett sér í stefnu sjóðsins í ábyrgum fjárfestingum og nýta meðal annars niðurstöður úr kostgæfnisathugun. Í því felst meðal annars að áhættugreina eignasafn miðað við ákveðið tímamark og setja upp verkferil sem nýtist og einfaldar þessa vinnu í framtíðinni.
Samanburðargreining á stefnum um ábyrgar fjárfestingar
Safna saman stefnum annarra lífeyrissjóða. Skoða þær og meta stefnur, hvaða atriði hver stefna uppfyllir eftir fyrirfram ákveðnu skema. Greina helstu tækifæri Lífsverks til að skara frammúr í stefnumótun.
Uppsetning skýrslugerðartóls
Lífsverk skilar árlega af sér skýrslu gagnvar UNRPI (United Nations Principles for Responsible Investments). Verkefnið snýst um að taka saman skýrslugerðartól til að halda utan um framvindu og tækifæri Lífsverks í skýrsluskilum.
Frekari upplýsingar gefur Svanhildur