Nýr sjóðfélagavefur og yfirlit
Lífsverk hefur tekið í notkun nýjan og bættan sjóðfélagavef. Nýr vefur er mikið framfaraskref þar sem sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi, séreign, iðgjöld og lánamál á einfaldan hátt.
Lífsverk hefur tekið í notkun nýjan og bættan sjóðfélagavef. Nýr vefur er mikið framfaraskref þar sem sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi, séreign, iðgjöld og lánamál á einfaldan hátt.
Nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum eins og áður. Einnig er unnið er að Auðkenningarappinu til að auðvelda innskráningu sjóðfélaga sem ekki eru með íslensk farsímanúmer en sá möguleiki ætti að bætast við innan tíðar.
Sjóðfélagayfirlit send út.
Yfirlit ættu nú að hafa borist sjóðfélögum í gegnum sjóðfélagagáttina undir flipanum skjöl. Við minnum á mikilvægi þess að yfirfara yfirlitin vel og koma athugasemdum á framfæri við sjóðinn ef einhverjar eru.
Héðan í frá verða sjóðfélagayfirlit eingöngu birt rafrænt á sjóðfélagavef Lífsverks og hætta að berast í bréfpósti líkt og áður. Taka skal fram að þeir sjóðfélagar sem óska að fá yfirlit í bréfpósti geta óskað eftir því í tölvupósti á lifsverk@lifsverk.is eða í síma 575-1000.