Afkoma sjóðsins árið 2012
Ávöxtun Lífsverks var góð á árinu 2012 þegar tekið er mið af eignasamsetningu og áhættustigi deildanna auk þess fjárfestingarumhverfis sem búið er við í dag. Allar fjárfestingarleiðir skiluðu jákvæðri nafn- og raunávöxtun á árinu.
Ávöxtun Lífsverks var góð á árinu 2012 þegar tekið er mið af eignasamsetningu og áhættustigi deildanna auk þess fjárfestingarumhverfis sem búið er við í dag. Allar fjárfestingarleiðir skiluðu jákvæðri nafn- og raunávöxtun á árinu.
Sjóðurinn er blandaður sjóður sem rekur eina samtryggingardeild og þrjár leiðir í séreignardeild. Af 12% iðgjaldi fer 10% til samtryggingardeildar en 2% sem bundin séreign til séreignardeildar. Sjóðurinn stækkaði um 16,5% á árinu og námu heildareignir allra deilda í árslok 45 milljörðum króna. Nýliðun í sjóðinn var góð. Aukning varð í greiddum iðgjöldum í báðum deildum og nam hækkunin 9,5% í samtryggingardeild.
Nafnávöxtun samtryggingardeildar var 10,5% og raunávöxtun 5,8% samanborið við 6,4% nafnávöxtun og 1,1% raunávöxtun árið 2011. Innlend og erlend hlutabréf gáfu bestu ávöxtun eignaflokka í samtryggingardeild. Félag tryggingastærðfræðinga birti nýjar tölur um meiri lífslíkur kvenna og karla undir lok árs 2012 sem juku skuldbindingar sjóðsins um 1,2%. Samkvæmt tryggingafræðilegri athugun voru heildarskuldbindingar 4,2% umfram heildareignir í árslok. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,5% á árinu og gengi krónunnar veiktist um rúm 6%.
Nafnávöxtun séreignarleiðar 1 var 6,6% og raunávöxtun var 2%. Hrein eign í árslok var 5.255m.kr. og jókst um 17,5% á milli ára. Nafnávöxtun séreignarleiðar 2 var 9,6% og raunávöxtun 4,9%. Hrein eign í árslok nam 565m.kr. og hækkaði um 24% á milli ára. Nafnávöxtun séreignarleiðar 3 var 5,1% og raunávöxtun 0,6%. Hrein eign í árslok var 55m.kr. og hækkaði um 28%.
Aðalfundur sjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 22.5 kl. 17. Fundarboð verður sent út þegar nær dregur fundi.