Ávöxtun séreignarleiða 2012
Góð ávöxtun var á séreignarleiðum Lífeyrissjóðs verkfræðinga á árinu 2012. Jákvæð nafn- og raunávöxtun var á öllum leiðum en ávöxtun leiðanna var í takt við áhættustig þeirra.
Góð ávöxtun var á séreignarleiðum Lífeyrissjóðs verkfræðinga á árinu 2012. Jákvæð nafn- og raunávöxtun var á öllum leiðum en ávöxtun leiðanna var í takt við áhættustig þeirra.
Blandaða leið sjóðsins
Séreignarleið 2, sem er áhættumesta leiðin, skilaði bestu nafnávöxtuninni 9,6%. Eignasamsetning leiðarinnar um áramótin var eftirfarandi; Innlán 2%, ríkistryggð skuldabréf 55%, önnur innlend skuldabréf 11%, Innlend hlutabréf 14% og erlend hlutabréf 19%.
Skuldabréfaleið sjóðsins
Séreignarleið 1 var með 6,6% nafnávöxtun. Leiðin inniheldur eingöngu innlend skuldabréf og innlán. Eignasamsetning leiðarinnar um áramótin var eftirfarandi; Innlán 4%, ríkistryggð skuldabréf 82% og önnur innlend skuldabréf 14%.
Innlánsleið sjóðsins
Séreignarleið 3 skilaði 5,1% nafnávöxtun. Leiðin fjárfestir eingöngu í innlánum og stuttum ríkistryggðum bréfum. Eignasamsetning leiðarinnar um áramótin var eftirfarandi; Innlán 70% og ríkistryggð skuldabréf 30%.
Leið | Nafnávöxtun | Raunávöxtun |
---|---|---|
Séreignarleið 1 |
6,6% |
2,0% |
Séreignarleið 2 |
9,6% |
4,9% |
Séreignarleið 3 |
5,1% |
0,5% |
Eignasamsetning séreignarleiða 31.12.2012