Sérstök heimild til úttektar á séreignarsparnaði
Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2012 var gerð breyting á fyrri heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar hvað varðar umsóknarfrest og dagsetningu sem fjárhæð heimildarinnar miðast við þ.e.a.s. heimild til úttektar séreignarsparnaðar var framlengd til ársloka 2013.
Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2012 var gerð breyting á fyrri heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar hvað varðar umsóknarfrest og dagsetningu sem fjárhæð heimildarinnar miðast við þ.e.a.s. heimild til úttektar séreignarsparnaðar var framlengd til ársloka 2013.
Upplýsingar um sérstakar heimildir til úttektar séreignarsparnaðar
- Heimilt er að greiða út til sjóðfélaga allt að kr.6.250.000 á 15 mánuðum eða kr. 416.667 á mánuði fyrir skatt. Útgreiðslutíminn styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en kr. 6.250.000 er að ræða.
- Inneignin sem hægt er að taka út miðast við stöðuna 1. janúar 2013, þó aldrei hærri upphæð en kr.6.250.000
- Sérstök heimild til úttektar séreignarsparnaðar nær ekki til greiðslna sem berast í sjóðinn eftir 1. janúar 2013.
- Greiðslur sem greiddar hafa verið samkvæmt eldri heimildum dragast frá heildarfjárhæð sem heimilt er að greiða út.
-
Heimild til úttektar séreignarsparnaðar gildir til 1.janúar 2014 þ.e.a.s. síðasti dagur til umsóknar um útgreiðslu er 31 desember 2013.