Lífsverk býður hagstæð óverðtryggð lán og lækkar vexti
Frá og með 1. febrúar býður Lífsverk lífeyrissjóður sjóðfélögum óverðtryggð íbúðalán með 6,5% vöxtum og vextir af verðtryggðum lánum lækka í 3,5%. Til þess ennfremur að koma til móts við yngri sjóðfélaga er þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð veittur helmingsafsláttur af lántökugjöldum.
Frá og með 1. febrúar býður Lífsverk lífeyrissjóður sjóðfélögum óverðtryggð íbúðalán með 6,5% vöxtum og vextir af verðtryggðum lánum lækka í 3,5%. Til þess ennfremur að koma til móts við yngri sjóðfélaga er þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð veittur helmingsafsláttur af lántökugjöldum.
Vextir af verðtryggðum íbúðalánum Lífsverks eru breytilegir og samhliða þessari vaxtalækkun munu vextir því lækka af verðtryggðum lánum allra sem þegar eru með grunnlán hjá sjóðnum. Þeir sem eingöngu greiða til séreignardeilda Lífsverks fá nú einnig lánsrétt. Greiða þarf lágmarksiðgjald á ári til að njóta þessara kjara.
Vextir verðtryggðra lána Lífsverks voru 3,5% allar götur til ársins 2009 er þeir voru hækkaðir í 3,7% en lækka nú aftur til fyrra horfs. Vextir óverðtryggðra lána verða ákvarðaðir til sex mánaða í senn. Þetta er í fyrsta sinn sem sjóðurinn býður óverðtryggð íbúðalán. Ekkert uppgreiðslugjald er á lánum sjóðsins.
Lífsverk lífeyrissjóður starfrækir samtryggingardeild og þrjár séreignardeildir. Allir geta greitt í séreignarsparnað hjá sjóðnum en inngönguskilyrði í samtryggingardeild er BS gráða í raungreinum eða meistaragráða eða sambærilegt í öðrum háskólagreinum. Lán til sjóðfélaga hafa verið traustur eignaflokkur hjá sjóðnum sl. áratugi. Hagstæð samsetning sjóðfélaga gerir það m.a. að verkum að vanskil eru fátíð og því hefur sjóðurinn verið þekktur fyrir góð kjör á lánum til sjóðfélaga.
Sjá má nýjar lánareglur sjóðsins hér: