Hækkun réttinda fyrir greidd iðgjöld frá áramótum
Breyting á réttindatöflum samtryggingardeildar í samræmi við samþykktir
Breyting á réttindatöflum samtryggingardeildar í samræmi við samþykktir.
Í samræmi við grein 6.2 í samþykktum sjóðsins tóku nýjar réttindatöflur gildi um áramótin í samtryggingardeild.
Réttindaávinningur fyrir greitt iðgjald í framtíðinni hækkaði við breytingarnar um u.þ.b. 5,5% að meðaltali.
Það þýðir að hver króna sem greidd verður til sjóðsins myndar að meðaltali hærri rétt en áður.
Réttindatöflurnar taka mið af tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins í árslok 2013 hvað varðar framtíðarskuldbindingar, nýjustu útgefnu lífslíkum og lækkun á hlutfalli örorkulíkna hjá sjóðnum.
Heildartryggingarfræðileg staða sjóðsins við árslok 2013 fyrir breytingarnar var jákvæð um 1,3%.
Breyting réttindataflna ætti að hafa þau áhrif ein og sér að heildarstaðan verði neikvæð um u.þ.b. 1,2%.
Árleg raunávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins að meðaltali s.l. þrjú ár hefur verið yfir 5% að meðtöldu árinu 2014.
Nýjar réttindatöflur má sjá hér.