Fyrsta rafræna stjórnarkjör Lífsverks
Fyrsta rafræna stjórnarkjör Lífsverks, Lífeyrissjóðs verkfræðinga, fer fram dagana 18.-24.mars n.k.
Fyrsta rafræna stjórnarkjör Lífsverks, Lífeyrissjóðs verkfræðinga, fer fram dagana 18.-24. mars n.k. á sjóðfélagagátt á heimasíðu sjóðsins. Þó að kosning til stjórnar sé nú að meginstefnu til rafræn þá eiga sjóðfélagar einnig þann kost að greiða atkvæði á skrifstofu sjóðsins á venjubundnum afgreiðslutíma hans þessa sömu daga.
Stjórn hefur skipað þriggja manna kjörnefnd sem fer með framkvæmd kosninganna.
Stjórn og kjörnefnd hvetja sjóðfélaga til þess að nýta sér atkvæðisrétt sinn.
Kjörnefnd