Niðurstöður aukaaðalfundar
Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum voru lagðar fram á vel sóttum aukaaðalfundi sjóðsins 22. júní og hlutu þær einróma samþykki fundarmanna. Nýjar samþykktir sjóðsins verða nú sendar Fjármála- og efnahagsráðuneytinu til staðfestingar.
Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum voru lagðar fram á vel sóttum aukaaðalfundi sjóðsins 22. júní og hlutu þær einróma samþykki fundarmanna. Nýjar samþykktir sjóðsins verða nú sendar Fjármála- og efnahagsráðuneytinu til staðfestingar.
Auk minni háttar lagfæringa gengu breytingartillögur út á ráðstöfun bótagreiðslu frá VÍS og stofnun nýrrar deildar um tilgreinda séreign samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Samþykkt var réttindaaukning til sjóðfélaga um 1,42% miðað við réttindi 1. september 2009 og samsvarandi eingreiðslu til þeirra sem fengið hafa lífeyrisgreiðslur frá sjóðnum frá sama tíma. Réttindabreyting kemur til framkvæmda þegar staðfesting samþykkta liggur fyrir.Sjóðfélögum Lífsverks hefur gefist kostur á svonefndri "blandaðri leið" sem felur í sér ráðstöfun á hluta af skylduiðgjaldi í séreign. Með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins mun mótframlag launagreiðenda á almennum markaði hækka úr 8% í 11,5% í áföngum, þannig að heildariðgjald launþega og launagreiðenda verður 15,5% frá 1.júlí 2018. Iðgjaldi sjóðfélaga Lífsverks sem er umfram 10% verður ráðstafað í séreign viðkomandi, sem er engin breyting frá því sem verið hefur, en hækkar með auknu mótframlagi. Sjóðfélagi getur óskað eftir því að allt iðgjaldið eða stærri hluti þess renni til samtryggingar.
Með stofnun tilgreindrar séreignardeildar er komið til móts við aðila vinnumarkaðarins og sjóðnum er gert kleift að taka við flutningi samskonar réttinda frá öðrum sjóðum.