Niðurstöður aðalfundar
Agnar Kofoed-Hansen nýr stjórnarmaður
Agnar Kofoed-Hansen nýr stjórnamaður
Á aðalfundi Lífsverks sem haldinn var 18. maí var niðurstaða úr rafrænu stjórnarkjöri kynnt. Eva Hlín Dereksdóttir var sjálfkjörin kvenna en fjórir karlar sóttust eftir sæti karla í stjórn. Niðurstaða kosninga var sú að Agnar Kofoed-Hansen var rétt kjörinn í stjórn.
Alls tóku 402 þátt í rafrænum kosningum og hlaut Agnar 35% atkvæða.
Á aðalfundinum skyldi kjósa um tvö sæti, karls og konu, til varastjórnar. Aðeins barst eitt framboð karls, frá Gný Guðmundssyni og var hann því sjálfkjörin. Ekkert framboð barst frá konu og situr Ragnheiður Þórarinsdóttir því áfram.
Jóhann Þór Jóhannsson og Tómas Möller voru kjörin í endurskoðunarnefnd og Margrét Arnardóttir var tilnefnd af stjórn.
Stjórn skipti með sér verkum að loknum aðalfundi. Björn Ágúst Björnsson er áfram formaður og Eva Hlín Dereksdóttir varaformaður.