Lífsverk óskar eftir að ráða áhættustjóra
Við leitum að öflugum einstaklingi í nýtt og spennandi starf áhættustjóra. Í starfinu felst einnig greiningarvinna og eftirfylgni á sviði eignarstýringar.
Við leitum að öflugum einstaklingi í nýtt og spennandi starf áhættustjóra. Í starfinu felst einnig greiningarvinna og eftirfylgni á sviði eignastýringar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á starfssviði áhættustýringar
- Greining, mæling og skýrslugjöf um áhættu
- Mótun og umsjón með áhættustefnu og áhættustýringarstefnu
- Frumathugun og greining nýrra fjárfestingarkosta
- Eftirfylgni með óskráðum eignum
- Flokkun eigna, skýrslugjöf og skoðun fjárfestinga með tilliti til stefnu Lífsverks í ábyrgum fjárfestingum
- Aðstoða stjórn og stjórnendur við þróun og viðhald á skilvirku eftirlitskerfi fyrir áhættu í rekstri sjóðsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf á sviði fjármála, verk- eða tölfræði eða sambærileg menntun. Meistarapróf er kostur
- Greiningarhæfni og hæfni til að setja fram efni og niðurstöður í tölum og texta
- Haldgóð starfsreynsla í eignastýringu eða á fjármálamarkaði
- Sjálfstæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Góð færni í íslensku og ensku
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran ( thelma@intellecta.is ) og Helga Birna Jónsdóttir ( helga@intellecta.is ) í síma 511 1225 .