Lífsverk leiðréttir Hagstofulánin
Í lok september upplýsti Hagstofan að mistök hefðu verið gerð við útreikning neysluvísitölu í mars. Mistökin voru leiðrétt í september og hækkaði vísitalan þá um 0,27% milli mánaða umfram það sem annars hefði verið.
Þetta þýðir að grunnvísitala verðtryggðra lána, sem tekin voru frá maí til október, var lægri en annars hefði verið og breyting vísitölunnar meiri.Hagstofan mun ekki gefa út ný gildi fyrir eldri vísitölur en engu að síður telur Lífsverk sanngjarnt að leiðrétta höfuðstólshækkun hjá þeim sjóðfélögum sem tekið hafa verðtryggð lán á þessu tímabili. Mun mismunur verða endurgreiddur inn á höfuðstól lánanna í nóvember og verður lántökum tilkynnt sérstaklega um framkvæmdina.