Hlutfall kvenna eykst
Það er virkilega ánægjulegt að hlutur kvenna sé að aukast í sjóðnum og þá sérstaklega sem hlutfall af nýjum sjóðfélögum. Á fyrri hluta árs voru 38% þeirra sem skráðu sig í sjóðinn konur og er það met miðað við árin á undan og jafnvel frá upphafi. Konur eru gjarnan kröfuharðir neytendur og íhuga alla kosti vel áður en þær taka ákvörðun og því er enn ánægjulegra að þær velji Lífsverk sem sinn lífeyrissjóð.
Það er virkilega ánægjulegt að hlutur kvenna sé að aukast í sjóðnum og þá sérstaklega sem hlutfall af nýjum sjóðfélögum. Á fyrri hluta árs voru 38% þeirra sem skráðu sig í sjóðinn konur og er það met miðað við árin á undan og jafnvel frá upphafi. Konur eru gjarnan kröfuharðir neytendur og íhuga alla kosti vel áður en þær taka ákvörðun og því er enn ánægjulegra að þær velji Lífsverk sem sinn lífeyrissjóð.
Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða
LÍfeyrissjóður verkfræðinga var stofnaður árið 1954 og var um margt brautryðjandi á lífeyrismarkaði á Íslandi. Upprunalega var sjóðurinn aðeins opinn verkfræðingum en í dag er hann opinn öllum þeim sem lokið hafa grunnnámi á háskólastigi. Lífsverk var fyrsti sjóðurinn sem byggði á aldurstengdum réttindum, sem tryggir sjóðfélögum réttindi í takt við þann tíma sem þeir hafa greitt í sjóðinn. Það þýðir að því yngri sem sjóðfélagi er þegar hann byrjar að greiða í lífeyrissjóð því hærri verða réttindi hans fyrir hverja greidda krónu.