Fyrirhuguð slit ÍL-sjóðs og sterk lagaleg staða lífeyrissjóða
Fyrirhuguð lagasetning um skuldaskil eða gjaldþrot ÍL-sjóðs getur haft í för með sér tugi milljarða króna tjón í formi skertra lífeyrisréttinda fyrir almenning ákveði fjármálaráðherra halda fyrirhuguðum áformum til streitu.
Fyrirhuguð lagasetning um skuldaskil eða gjaldþrot ÍL-sjóðs getur haft í för með sér tugi milljarða króna tjón í formi skertra lífeyrisréttinda fyrir almenning ákveði fjármálaráðherra halda fyrirhuguðum áformum til streitu.
Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem LOGOS lögmannsþjónusta vann fyrir íslenska lífeyrissjóði en forsvarsmenn segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka. Niðurstaðan sýnir að lagasetningin standist ekki ákvæði stjórnarskrár og færi í bága við mannréttindasáttmála Evrópu en einnig að slíkt inngrip gæti leitt til bótaskyldu gagnvart skuldabréfaeigendum.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með daglega stjórn sjóðsins eftir lagabreytingu árið 2019 og ber fjármálaráðherra beina ábyrgð á sjóðnum segir í álitinu. Jafnframt kemur þar fram að nái áform ráðherra fram að ganga sé ábyrgð ríkisins skýr og ljóst sé að það muni bera ábyrgð á framtíðarskuldbindingum sjóðsins.
Heildaráhrif á stöðu Lífsverks koma ekki í ljós fyrr en málið er til lykta leit