Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir niðurstöður
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, hefur í skriflegri álitsgerð komist að þeirri niðurstöðu að ráðagerð fjármála- og efnahagsráðherra sem birtast í skýrslu hans til Alþingis frá því í október sl. um möguleg slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs með lögum væri andstæð stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, hefur í skriflegri álitsgerð komist að þeirri niðurstöðu að ráðagerð fjármála- og efnahagsráðherra sem birtast í skýrslu hans til Alþingis frá því í október sl. um möguleg slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs með lögum væri andstæð stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það er jafnframt niðurstaða Róberts að slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs á þeim grundvelli sem fram kemur í skýrslunni fæli í sér eignarnám sem verði ekki framkvæmt án fullra bóta til lífeyrissjóðanna sem meðal annars tækju mið af samningsskuldbindingum ÍL-sjóðs um greiðslu vaxta til framtíðar. Álitsgerð Róberts er afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS um sama efni sem birt var í nóvember.
Álitsgerð Róberts er hægt að nálgast hér.