Eva Hlín og Unnar kjörin í stjórn Lífsverks
Á aðalfundi Lífsverks í gær tilkynnti Elísabet Árnadóttir, í kjörnefnd sjóðsins, um niðurstöður í kosningum til stjórnar. Kosið var um tvö sæti, karls og konu og voru sjö í framboði um stjórnarsætin. Atkvæði greiddu 524 eða um 19% virkra sjóðfélaga og hefur kosningaþáttaka aldrei verið betri. Niðurstöður urðu þær að flest atkvæði fengu Eva Hlín Dereksdóttir, sem fékk 273 atkvæði (52%) og Unnar Hermannsson, sem fékk 155 atkvæði (30%) og eru þau réttkjörin í stjórn Lífsverks til næstu þriggja ára.
Á aðalfundi Lífsverks 2018 tilkynnti Elísabet Árnadóttir, í kjörnefnd sjóðsins, um niðurstöður í kosningum til stjórnar. Kosið var um tvö sæti, karls og konu og voru sjö í framboði um stjórnarsætin. Atkvæði greiddu 524 eða um 19% virkra sjóðfélaga og hefur kosningaþáttaka aldrei verið betri. Niðurstöður urðu þær að flest atkvæði fengu Eva Hlín Dereksdóttir, sem fékk 273 atkvæði (52%) og Unnar Hermannsson, sem fékk 155 atkvæði (30%) og eru þau réttkjörin í stjórn Lífsverks til næstu þriggja ára.
Helena Sigurðardóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og fráfarandi stjórnarformaður, Valur Hreggviðsson, hefur setið í stjórn í þrjú kjörtímabil sem er hámark samkvæmt samþykktum sjóðsins. Voru þeim þökkuð vel unnin störf, sem og Brynju Baldursdóttur, sem lét af stjórnarsetu í byrjun árs. Einnig voru Sigurði Norðdahl þökkuð áratugastörf í endurskoðunarnefnd sjóðsins en hann baðst undan endurkjöri að þessu sinni. Í varastjórn voru kjörin Helga Viðarsdóttir, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir og Gnýr Guðmundsson. Endurskoðunarnefnd skipa Margrét Arnardóttir, eftir tilnefningu stjórnar, Helena Sigurðardóttir og Valur Hreggviðsson.
Sigurði Norðdahl, Helenu Sigurðardóttur, Vali Hreggviðssyni og Brynju Baldursdóttur (vantar á mynd) voru þökkuð vel unnin störf.
Ný stjórn hefur skipt með sér verkum og verður Björn Ágúst Björnsson stjórnarformaður og Agnar Kofoed-Hansen varaformaður. Meðstjórnendur eru Margrét Arnardóttir, Eva Hlín Dereksdóttir og Unnar Hermannsson.
Ný stjórn Lífsverks kjörin á aðalfundi sjóðsins 17.apríl 2018. Talið frá vinstri: Agnar Kofoed-Hansen, Margrét Arnardóttir, Unnar Hermannsson, Eva Hlín Dereksdóttir og Björn Ágúst Björnsson.
Fundurinn var vel sóttur af sjóðfélögum. Formaður stjórnar, Valur Hreggviðsson, flutti skýrslu stjórnar. Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri, fór yfir ársreikning 2017 og fjárfestingarstefnu og Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, fór yfir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins. Tillögur um breytingar á samþykktum, sem kveða á um heimild sjóðsins til þess að greiða hálfan lífeyri og að hefja megi töku lífeyris frá 60 til 80 ára aldri, var samþykkt samhljóða og verða nýjar samþykktir sendar Fjármála- og efnhagsráðuneyti til staðfestingar.
Ársskýrslu sjóðsins 2017 er að finna hér: https://www.lifsverk.is/um-sjodinn/arsskyrslur/