Skilagreinar

Launagreiðendur geta skilað skilagreinum til sjóðsins með ýmsum hætti – þó er mælst til þess að skilgreinar berist sjóðnum með rafrænum hætti til að lágmarka villuhættu.

Leiðir til að skila inn skilagreinum:

  • Rafrænt í gegnum vefinn
  • Rafrænt úr launakerfum
  • Með tölvupósti á lifsverk@lifsverk.is
  • Með bréfpósti á Laugaveg 182, 105 Reykjavík

Þeir sem senda skilagreinar í gegnum vefinn gefst kostur á að stofna kröfu sem birtist í heimabanka launagreiðanda.

Sérstaka athygli vekjum við á mikilvægi þess að senda inn núllskilagreinar fyrir þá mánuði sem engin laun eru reiknuð fyrir svo ekki komi til innheimtuaðgerða af hálfu sjóðsins.